Fara í efni

Fjölskylduráð

134. fundur 15. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
 • Halldór Jón Gíslason varamaður
  Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
 • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-3
Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, sat fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 1 og 4-8.

Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir liðum 1-2.


Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sátu fundinn í fjarfundi.

1.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir uppfærð fjárhagsáætlun fræðslusviðs.

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla.

Einnig liggur fyrir fjölskylduráði að taka afstöðu til tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings.

Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla til eins árs, endurskoðun fari fram í vor 2023 á ávinningi af starfinu innan skólans og m.t.t. skólaþjónustu og þjónustu við aðra skóla í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfsins.Fulltrúar B og D lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu á tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings:
Lagt er til að veittur verði 15% afsláttur fyrir öll börn eftir fyrsta barn á aldrinum eins til sextán ára í stað 25% systkinaafsláttar. Enn fremur er lagt til að vormisseri verði nýtt til gagngerrar endurskoðunar á gjaldskrám fræðslusviðs með tilliti til afsláttarkjara. Þar verði m.a. horft til afsláttarleiða sem byggja á tekjutengingu og farnar hafa verið í Garðabæ og Hafnarfirði.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
Breytingin rúmast innan fjárhagsramma sviðsins.


2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204122Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla óskar eftir breytingu á skóladagatali Frístundar. Óskað er eftir að hafa Frístund lokaða milli jóla- og nýárs sem og í Dymbilvikunni 2023.
Fjölskylduráð hafnar ósk um breytingu á skóladagatali Frístundar. Ráðið leggur til að verði sami háttur á og undanfarin ár að um sérskráningu verði að ræða.

3.Akstursstyrkur vegna aksturs leikskólabarna - Akstur leikskólabarna með skólabíl

Málsnúmer 202211032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Halldísar Grímu Halldórsdóttur um akstursstyrk og akstur leikskólabarna með skólabíl.
Fjölskylduráð fjallaði um akstursstyrk og akstur leikskólabarna með skólabíl. Að svo stöddu stendur ekki til að taka upp aksturstyrki. Fjölskylduráð telur ekki vera lagalegar forsendur fyrir því að hefja akstur leikskólabarna með skólabíl þar sem ekki er til reglugerð um akstur leikskólabarna líkt og er til staðar um akstur grunnskólabarna.

4.Íbúðakjarni fyrir einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir

Málsnúmer 202211025Vakta málsnúmer

Á 133. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Fjölskylduráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur félagsmálastjóra að taka saman upplýsingar um mögulega þörf á búsetuúrræðum á þjónustusvæðinu.

Nú liggur fyrir minnisblað félagsmálastjóra.
Tillögu fulltrúa M, S og V - lista er hafnað af fulltrúum B og D lista.

Fulltrúar B og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Þar sem gert er ráð fyrir að Pálreitur verði fullbyggður í þriggja ára áætlun og heimild er þar til að byggja allt að þrjár íbúðir auk sameiginlegrar aðstöðu og starfmannaaðstöðu, skv. gildandi skipulagi, telja fulltrúar meirihluta það nægjanlegt til að mæta fyrirséðri þörf fyrir búsetuúrræði á komandi árum. Við leggjum til að tillaga um byggingu nýs íbúðakjarna verði tekin aftur til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2024.


Fjölskylduráð vill árétta mikilvægi þess að ríkið komi betur að fjármögnum málaflokks fólks með sértækar stuðningsþarfir.

5.Skipan samninganefndar vegna samninga við félög eldriborgara

Málsnúmer 202211065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð skipar í samninganefnd vegna samninga við félög eldriborgara
Fjölskylduráð skipar Bylgju Steingrímsdóttur, Rebekku Ásgeirsdóttur og Hróðnýju Lund í samninganefnd vegna samninga við félög eldri borgara.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202208096Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211066Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

8.Árskýrsla Þjónustuskýrsla félagsþjónustu 2019-2021

Málsnúmer 202211067Vakta málsnúmer

Árskýrlsa / þjónustuskýrsla félagsþjónustu 2019-2021
Fjölskylduráð þakkar fyrir vel unna skýrslu sem lýsir vel starfsemi og umfangi félagsþjónstunnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.