Fara í efni

Íbúðakjarni fyrir einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir

Málsnúmer 202211025

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í byggingu nýs íbúðakjarna fyrir einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir.
Virðingafyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur félagsmálastjóra að taka saman upplýsingar um mögulega þörf á búsetuúrræðum á þjónustusvæðinu.

Fjölskylduráð - 134. fundur - 15.11.2022

Á 133. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Fjölskylduráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur félagsmálastjóra að taka saman upplýsingar um mögulega þörf á búsetuúrræðum á þjónustusvæðinu.

Nú liggur fyrir minnisblað félagsmálastjóra.
Tillögu fulltrúa M, S og V - lista er hafnað af fulltrúum B og D lista.

Fulltrúar B og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Þar sem gert er ráð fyrir að Pálreitur verði fullbyggður í þriggja ára áætlun og heimild er þar til að byggja allt að þrjár íbúðir auk sameiginlegrar aðstöðu og starfmannaaðstöðu, skv. gildandi skipulagi, telja fulltrúar meirihluta það nægjanlegt til að mæta fyrirséðri þörf fyrir búsetuúrræði á komandi árum. Við leggjum til að tillaga um byggingu nýs íbúðakjarna verði tekin aftur til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2024.


Fjölskylduráð vill árétta mikilvægi þess að ríkið komi betur að fjármögnum málaflokks fólks með sértækar stuðningsþarfir.