Fara í efni

Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Höfðaveg 5

Málsnúmer 202210045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022

Árný Helgadóttir, f.h. SJM Söluráðgjafar, óskar eftir að útbúinn verði lóðarleigusamningur fyrir eignina að Höfðavegi 5 á Húsavík svo unnt sé að þinglýsa afsali eignarinnar.
Á gildandi deiliskipulagi Höfðavegar er gert ráð fyrir sameiginlegri lóð Höfðavegar 5, 5a og 5b. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúinn verði lóðarsamningur á grundvelli skipulagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Á 136. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Á gildandi deiliskipulagi Höfðavegar er gert ráð fyrir sameiginlegri lóð Höfðavegar 5, 5a og 5b. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúinn verði lóðarsamningur á grundvelli skipulagsins.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 143. fundur - 10.01.2023

Þann 27. október s.l. samþykkti sveitarstjórn að gefa út lóðarleigusamning fyrir heildarlóð að Höfðavegi 5 til samræmis við deiliskipulag. Við nánari úrvinnslu málsins hefur komið í ljós að heppilegast er að gera ráð fyrir sjálfstæðri lóð undir hvert hús á svæðinu. Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa, að höfðu samráði við lóðarhafa, að uppskiptingu Höfðavegar 5 í þrjár lóðir, Höfðaveg 5, 5a og 5b.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum á svæðinu verði boðnir lóðarsamningar á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Fylgiskjöl:

Sveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að húseigendum á svæðinu verði boðnir lóðarsamningar á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fylgiskjöl: