Fara í efni

Ósk um stækkun lóðar við Dettifoss Guesthouse

Málsnúmer 202301056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 144. fundur - 24.01.2023

Stórinúpur ehf. óskar eftir stækkun lóðar umhverfis Dettifoss Guesthouse. Hugmyndir eru um að stækka gistiheimilið. Þar fyrir utan er horft til þess að byggja sjálfstætt íbúðarhús á lóðinni. Fyrir liggur rissmynd af hugmyndum eigenda að lóðarstækkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að teikna upp hnitsetta afmörkun af lóðinni og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Á 144. fundi ráðsins var tekið fyrir erindi Stóranúps ehf um stækkun lóðar umhverfis Dettifoss Guesthouse. Þá óskaði ráðið eftir tillögu að hnitsettri afmörkun stækkaðrar lóðar. Nú liggur tillaga byggingarfulltrúa fyrir um afmörkun 20.018 m² lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Stóranúpi ehf verði boðinn lóðarsamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.

Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023

Á 148. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Stóranúpi ehf verði boðinn lóðarsamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.