Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

148. fundur 28. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Áki Hauksson boðaði forföll og í hans stað sat Birkir Freyr Stefánsson fundinn.

Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Verkís sátu fundinn undir lið 1.

1.Umhverfismat vegna efnistöku í Skógargerðismel

Málsnúmer 202302040Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Erla Bryndís Kristjánsdóttir Landslagsarkitekt frá Verkís til að fara yfir undirbúning á byggingarlandi í Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Erlu fyrir komuna á fundinn.

2.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á 142. fundi fjölskylduráðs 21.02.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð gerir ráð fyrir að frístundastarf fyrir 1.-10. bekk fyrir öll rúmist í húsinu. Horft er til þess að frístund og félagsmiðstöð hafi að hluta til sérrými og að hluta til verði rými og búnaður samnýtanleg. Rými verði að hluta til hönnuð með hreyfingu í huga og fjölþætta notkunarmöguleika. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur áætlun um mótun Umhverfis- og loftslagsstefnu frá Verkfræðistofunni Verkís.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Verkís um mótun umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.

4.Viðhaldsmál á íþrótta og tómstundasviði

Málsnúmer 202010156Vakta málsnúmer

Á 142. fundi fjölskylduráðs 21.02.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði og til umræðu við fjárhagsáætlunargerð 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir komuna og vísar minnisblaðinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

5.Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar

Málsnúmer 202204082Vakta málsnúmer

Á 421. fundi byggðarráðs 23.02.2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar fyrir ágætar undirtektir og vísar tillögu um stígagerð í þágu lýðheilsu til útfærslu í skipulags- og framkvæmdaráði í samráði við íbúa í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

6.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumhugmynd að deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við tillögur á fundinum. Lagfærðri skipulagshugmynd er vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.

7.Ósk um endurnýjun á landleigusamningi við Skotfélag Húsavíkur

Málsnúmer 202302053Vakta málsnúmer

Skotfélag Húsavíkur óskar endurnýjunar á landleigusamningi í Vallmóum. Eldri samningur um 14,7 ha hnitsett land er útrunninn. Horft er til sömu afmörkunar í endurnýjuðum samningi. Svæðið er skilgreint sem skotvöllur (O5) í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landleigusamningur um skotsvæði í Vallmóum verði endurnýjaður til 20 ára.

8.Ósk um stækkun lóðar við Dettifoss Guesthouse

Málsnúmer 202301056Vakta málsnúmer

Á 144. fundi ráðsins var tekið fyrir erindi Stóranúps ehf um stækkun lóðar umhverfis Dettifoss Guesthouse. Þá óskaði ráðið eftir tillögu að hnitsettri afmörkun stækkaðrar lóðar. Nú liggur tillaga byggingarfulltrúa fyrir um afmörkun 20.018 m² lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Stóranúpi ehf verði boðinn lóðarsamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.

9.Tillaga að lóðarblaði fyrir Bakkagötu 15

Málsnúmer 202302061Vakta málsnúmer

Á 147. fundi sínum þann 14. febrúar s.l. fjallaði Skipulags- og framkvæmdaráð um mögulega sölu á Bakkagötu 15 á Kópaskeri. Á fundinum kom fram að tilefni væri til að endurnýja lóðarsamning vegna hússins. Því leggur byggingarfulltrúi nú fram tillögu að 1.011,4 m² lóð undir húsið. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út nýr lóðarleigusamningur fyrir húsið á grundvelli framlagðrar tillögu.

Fundi slitið - kl. 15:30.