Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

1. fundur 29. júní 2022 kl. 16:00 - 19:30 Hafnarhúsi, Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Gögn til kynningar fyrir Hafnastjórn Norðurþings

Málsnúmer 202206088Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis gögn til kynningar er varða hafnamál, m.a. lög, reglugerð og gjaldskrár.
Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Á 127. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 14.06.2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umræðu í stjórn hafnasjóðs.
Meirihluti stjórnar hafnasjóðs samþykkir breytingu á deiliskipulagi á Norðurhafnarsvæði og skipulögð verði á svæði H2, 11.647m2 lóð ætluð fyrir hafsækna starfsemi.

Stjórn hafnasjóðs tekur fram að áður en þessari lóð verður úthlutað og á henni byggð upp vinnsla sjávarfangs á eftir að kynna málið fyrir öllum hagaðilum á svæðinu, grenndarkynna fyrir nærliggjandi íbúðabyggð og fá fram öll gögn málsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.

Áki Hauksson bókar:
Með því að veita lóðina til Íslandsþara skerðist lóðar og athafnarsvæði mikið við Norðuhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnarsvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Það yrði mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í stjórn Hafnasjóðs Norðurþings gegn þessari skipulagsbreytingu á Norðurhafnarsvæðinu en vill árétta að hann sé ekki á móti verksmiðjunni og fagnar allri atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Samgönguáætlun 2023-2027

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi frá Vegagerðinni um endurnýjun verkefna á samgönguáætlun 2022-2027
Lagt fram til kynningar.

4.Boðun hafnasambandsþing 2022

Málsnúmer 202206107Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur boðun á hafnasambandsþing 2022
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings mun senda fulltrúa á hafnasambandsþing sem haldið verður í Ólafsvík í haust.

5.Reglur um stuðning við hafnarsjóði

Málsnúmer 202206121Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggja nýjar reglur um stuðning við hafnarsjóði vegna fordæmisgefandi dómsmála.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings felur hafnastjóra að sækja um styrk vegna fordæmisgefandi dómsmála sem nú eru í ferli.

6.Hafnasamband Íslands - Fundagerðir 2022

Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur til kynningar 444. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.