Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

11. fundur 26. apríl 2023 kl. 16:00 - 19:04 Hafnarhús Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir & fjárfestingar á höfnum Norðurþings

Málsnúmer 202301044Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur minnisblað um framkvæmdir og fjárfestingar á höfnum Norðurþings.
Hafnastjóri fór yfir hugmyndir um uppsetningu á flotbryggjum á Norðurfyllingu til að mæta aukinni umferð þjónustubáta skemmtiferðaskipa og skútuumferðar á komandi árum og létta þar með á umferð í innri höfn. Einnig er þörf á að bæta við færanlegum hafnarverndargirðingum til umferðarstýringar ferðamanna á hafnarsvæðum.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að ráðast í umræddar framkvæmdir og fjárfestingar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að huga þurfi að hönnun og frágangi á austurhluta Norðurfyllingar.

2.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur 451. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2022

Málsnúmer 202304068Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggja drög að ársreikningi hafnasjóðs fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnamál 2023

Málsnúmer 202301051Vakta málsnúmer

Ýmis hafnarmál.
Stefán Guðmundsson og Daníel Annisius frá Gentle Giants ehf mættu á fundinn. Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim fyrir komuna og góðar umræður.

Fundi slitið - kl. 19:04.