Fara í efni

Staðsetning færanlegra skólastofa sem settar verða niður í ágúst

Málsnúmer 202306090

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur greinargerð að staðsetningu húseininga fyrir færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla.
Tillaga fjölskylduráðs er að staðsetja færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla við mötuneyti og myndmenntastofu. Kostir staðsetningarinnar eru m.a. undirlag, aðgengi að húsnæðinu, aðgengi í mötuneyti og staðsetningin mun ekki hafa áhrif á endurbætur á skólalóðinni. Málinu er vísað til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 162. fundur - 27.06.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir að taka ákvörðun um staðsetningu húseininga fyrir færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að staðsetja færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla við mötuneyti og myndmenntastofu sbr. tillögu frá Fjölskylduráði dags. 27. júní 2023. Kostir staðsetningarinnar eru m.a. undirlag, aðgengi að húsnæðinu, aðgengi að mötuneyti og staðsetningin mun ekki hafa áhrif á endurbætur á skólalóðinni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 163. fundur - 11.07.2023

Skipulags- og framkvæmdaráð tók ákvörðun um staðsetningu á færanlegum kennslustofum við Borgarhólsskóla á 162 fundi ráðsins dags 27. júní 2023.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs óskar hér með eftir stöðuleyfi frá Skipulags- og framkvæmdaráði undir kennslustofurnar á lóð skólans, svk. mynd og bókun fjölskylduráðs dags. 27. júní 2023 um staðsetninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir færanlegum kennslustofum skv. framlögðum gögnum. Stöðuleyfi gildi til 31. ágúst 2024.