Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

163. fundur 11. júlí 2023 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Staðsetning færanlegra skólastofa sem settar verða niður í ágúst

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð tók ákvörðun um staðsetningu á færanlegum kennslustofum við Borgarhólsskóla á 162 fundi ráðsins dags 27. júní 2023.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs óskar hér með eftir stöðuleyfi frá Skipulags- og framkvæmdaráði undir kennslustofurnar á lóð skólans, svk. mynd og bókun fjölskylduráðs dags. 27. júní 2023 um staðsetninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir færanlegum kennslustofum skv. framlögðum gögnum. Stöðuleyfi gildi til 31. ágúst 2024.

2.Merking bílastæða fyrir fatlaða við Garðarsbraut 44

Málsnúmer 202306115Vakta málsnúmer

Ósk um merkingu á bílastæðum fyrir Garðarsbraut 44, Hlyn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að merkja annars vegar bílastæði fyrir fatlaða og hins vegar sleppistæði við Garðarsbraut 44.

3.Viðaukar vegna innleiðingar í sorpmálum og fjárfestingar á árinu 2023

Málsnúmer 202307010Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tveir viðaukar vegna fjárfestingar 2023. Viðauki nr. 2 að upphæð 18,6 m.kr vegna innleiðingar í sorpmálum. Viðauki nr. 3 að upphæð 11,5 m.kr vegna viðhalds á tveimur tækjum.
Viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs sem nemur sömu upphæð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur fram fyrirliggjandi viðauka að upphæð 30,1 m.kr og vísar þeim til samþykktar og staðfestingar í byggðarráði í sumarleyfi sveitarstjórnar.

4.Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Norðurlands eystra, og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðulands eystra

Málsnúmer 202306110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur til að Skipulags- og framkvæmdaráð samþykki að samþykktin gildi í sveitarfélaginu. Einnig er lagt til að Skipulags- og framkvæmdaráð samþykki að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðulands eystra gildi fyrir þann kostnað sem hlýst af þegar ákvæðum samþykktarinnar skal fylgt eftir.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um breytingu á þaki bílskúrs við Uppsalaveg 20

Málsnúmer 202306129Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja skúrþak á bílskúr að Uppsalavegi 20. Meðfylgjandi er teikning af breytingunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Fylgiskjöl:

6.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Háholt Raufarhöfn

Málsnúmer 202302066Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 7. mars s.l. var tekin fyrir fyrirpurn frá Ólafi Árna Hafþórssyni um lóð undir Háholt á Raufarhöfn. Erindi var þá frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að útbúa lóð umhverfis Háholt á Raufarhöfn fyrr en að undangengnu deiliskipulagi sem unnið verður á árinu 2024.

7.Rarik ohf. óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Garðarsbraut

Málsnúmer 202005075Vakta málsnúmer

Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Garðarsbraut 44. Meðfylgjandi erindi er tillaga að afmörkun lóðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna tillögur að nýjum lóðarblöðum fyrir spennistöð, Garðarsbraut 44 og 48.

8.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Árholt

Málsnúmer 202209051Vakta málsnúmer

Eigendur Árholts óska eftir að gerður verði lóðarsamningur umhverfis Árholt á Húsavík til samræmis við girðingu lóðar. Sambærilegt erindi var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 18. október 2022 og var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögu að lóðarblaði sem miðaðist við að að sveitarfélagið gæti varið bakka árinnar og útbúið almenna gönguleið meðfram henni. Á fundi ráðsins 15. nóvember 2022 var fjallað um tillögu skipulagsfulltrúa að lóðarblaði, en þá lá jafnframt fyrir athugasemd frá eigendum hússins sem lögðu áherslu á að lóðin yrði skilgreind til samræmis við fyrirliggjandi afmörkun. Þá hafnaði ráðið því að útbúa byggingarlóð niður að árbakka.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðbúið að gera tillögu að lóð við Árholt niður að bakka Búðarár eins og óskað er eftir. Ráðið leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að umsækjendum verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi tillögu að 656,8 m² lóð umhverfis húsið, en jafnframt verði þeim boðið upp á samkomulag til 10 ára um óskert afnot eigenda Árholts að því svæði sem afmarkað hefur verið við Árholt.

9.Umsókn um breytingu á lóð Skálabrekku 5

Málsnúmer 202307005Vakta málsnúmer

Lóðarhafi að Skálabrekku 5 óskar leyfis til að gera bílastæði inn á lóðinni og ganga frá sólpalli og skjólvegg til samræmis við framlagða teikningu. Teikning er unnin af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Fyrir liggur skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa að Skálabrekku 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir gerð bílastæða og annan lóðarfrágang við Skálabrekku 5 skv. framlögðum teikningum.

10.Umsókn um leyfi fyrir breytingum á Héðinsbraut 4

Málsnúmer 202307013Vakta málsnúmer

Óskað er samþykkis fyrir breytingum á notarýmum Héðinsbrautar 4 á Húsavík. Annarsvegar fela breytingar í sér að fyrrum atvinnurýmum í SV horni húss verði breytt í tólf litlar íbúðir og hinsvegar að breyta norðurálmu byggingarinnar í geymslu- og atvinnurými eins og nánar er skilgreint á framlögðum teikningum unnum af Runólfi Þór Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti þann 8. desember 2020 fjórar íbúðir í húsinu. Breytingar nú fela í sér fjölgun séreigna í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á breytingarnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita leyfi til framkvæmdanna þegar fyrir liggur samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.

Fundi slitið - kl. 15:30.