Fara í efni

Rarik ohf. óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Garðarsbraut

Málsnúmer 202005075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Rarik ohf. óskar eftir 24,9 m² lóð undir dreifistöð við neðsta hluta Uppsalavegar skv. framlögðu hnitsettu lóðarblaði. Ætlunin er að leggja af spennistöð innan lóðar Garðarsbrautar 44 og setja þess í stað upp spennistöðvarhús 8,8 m² á nýrri lóð.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum að Garðarsbraut 42, 44 og 48, Mararbraut 23 og Túngötu 19 og 22 áður en afstaða er tekin til erindisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Nú er lokið grenndarkynningu vegna lóðarstofnunar og uppbyggingar spennistöðvarhúss við Uppsalaveg milli Mararbrautar og Garðarsbrautar. Nokkrar athugasemdir bárust frá nágrönnum. Helgi Kristjánsson f.h. Gríms ehf leggst gegn lóðarúthlutuninni í ljósi þess að fyrirhuguð uppbygging muni hindra aðkomu og afnot af lóð fyrirtækisins og telur að Grímur hafi unnið sér hefðarrétt fyrir afnotum svæðisins. Eigendur Garðarsbrautar 44, þ.e. Félag eldri borgara, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir og Birgir Steingrímsson telja að lóðarmörk nýrrar lóðar skv. framlagðri teikningu gangi að nokkru inn á þinglýsta lóð Garðarsbrautar 44. Þau telja að fyrirhuguð uppbygging spennistöðvar sé of nærri íbúðum í húsinu og að spennistöðin spilli útsýni af útipalli til sjávar og Kinnarfjalla. Loks gera lóðarhafar Garðarsbrautar 44 athugasemd við að ekki sé lagður meiri metnaður í útlitshönnun fyrirhugaðrar byggingar ef til þess kemur að leyfi verði veitt fyrir henni þrátt fyrir athugasemdir.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hagsmunaaðila.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 163. fundur - 11.07.2023

Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Garðarsbraut 44. Meðfylgjandi erindi er tillaga að afmörkun lóðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna tillögur að nýjum lóðarblöðum fyrir spennistöð, Garðarsbraut 44 og 48.