Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir breytingum á Héðinsbraut 4

Málsnúmer 202307013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 163. fundur - 11.07.2023

Óskað er samþykkis fyrir breytingum á notarýmum Héðinsbrautar 4 á Húsavík. Annarsvegar fela breytingar í sér að fyrrum atvinnurýmum í SV horni húss verði breytt í tólf litlar íbúðir og hinsvegar að breyta norðurálmu byggingarinnar í geymslu- og atvinnurými eins og nánar er skilgreint á framlögðum teikningum unnum af Runólfi Þór Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti þann 8. desember 2020 fjórar íbúðir í húsinu. Breytingar nú fela í sér fjölgun séreigna í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á breytingarnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita leyfi til framkvæmdanna þegar fyrir liggur samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.