Fara í efni

Viðaukar vegna innleiðingar í sorpmálum og fjárfestingar á árinu 2023

Málsnúmer 202307010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 163. fundur - 11.07.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tveir viðaukar vegna fjárfestingar 2023. Viðauki nr. 2 að upphæð 18,6 m.kr vegna innleiðingar í sorpmálum. Viðauki nr. 3 að upphæð 11,5 m.kr vegna viðhalds á tveimur tækjum.
Viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs sem nemur sömu upphæð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur fram fyrirliggjandi viðauka að upphæð 30,1 m.kr og vísar þeim til samþykktar og staðfestingar í byggðarráði í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur frá 163. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tveir viðaukar vegna fjárfestingar 2023. Viðauki nr. 2 að upphæð 18,6 m.kr vegna innleiðingar í sorpmálum. Viðauki nr. 3 að upphæð 11,5 m.kr vegna viðhalds á tveimur tækjum.
Viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs sem nemur sömu upphæð.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur fram fyrirliggjandi viðauka að upphæð 30,1 m.kr og vísar þeim til samþykktar og staðfestingar í byggðarráði í sumarleyfi sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir í sumarleyfi sveitarstjórnar meðfylgjandi viðauka að fjárhæð 30,1 m.kr. sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.