Fjölskylduráð

144. fundur 14. mars 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 5.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 5.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Mærudagar 2023

202301062

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar íbúafund um Mærudaga og framtíð þeirra sem fór fram þann 28. febrúar
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.

Í ljósi niðurstaðna íbúakönnunar, íbúafundar og samráðs við hagaðila verða Mærudagar haldnir á sama tíma og verið hefur. Dagarnir verða með svipuðu sniði og lögð verður meiri áhersla á þátttöku heimafólks. Vilji er til þess að hátíðin færist nær uppruna sínum með tímanum.

Fjölskylduráð vísar málinu til afgreiðslu í stjórn hafnasjóðs með tilliti til rafmagns á hafnarsvæðinu vegna sviðs, tívólís og veitingasölu og fráveitumála vegna salernisaðstöðu. Ráðið óskar eftir því að stjórn hafnasjóðs tryggi að innviðir verði til staðar vegna hátíðahaldanna.

2.Vinnuskóli Norðurþings 2023

202303016

Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings er hafinn. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir fyrirhugaða starfsemi sumarsins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi vinnuskóla Norðurþings fyrir komandi sumar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun vinnuskóla:
Ungmenni fædd 2008 - 1197 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur
Ungmenni fædd 2009 - 931 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur
Ungmenni fædd 2010 - 665 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur

Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa starfsemi vinnuskólans á komandi sumri og vinna málið áfram.

3.NorðurOrg á Húsavík 2023

202303015

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir NorðurOrg sem er er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á grunnskólaaldri á Norðurlandi. Sigurvegarar öðlast keppnirrétt á Söngkeppni Samfés.
Félagsmiðstöðvar á svæðinu skiptast á að halda keppnina og nú er komið að Norðurþingi að halda keppnina. Reikna má með að um 500 ungmenni komi á svæðið þegar keppnin er haldin þann 23. mars.
Lagt fram til kynningar.

4.Lýðheilsusjóður 2023

202303014

Til kynningar er umsókn sem send var af Lýðheilsuhópi Norðurþings í Lýðheilsusjóð. Norðurþing fékk úthlutað 500 þúsund krónum sem hugsaðar eru í fyrirlestra og eða viðburði fyrir ungmenni.
Lagt fram til kynningar.

5.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

202208065

Á 148. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við tillögur á fundinum. Lagfærðri skipulagshugmynd er vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en leggur áherslu á að horft verði til aukins umferðaröryggis barna við að skutla og sækja í skóla og íþróttahöll. Ráðið vísar umsögninni til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:30.