Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldinu Haukamýri

Málsnúmer 202210095

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um fyrirhugaða aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldi Haukamýri í allt að 850 tonna hámarkslífmassa af laxfiskum. Fyrir fundi liggur umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar og greinargerð matsskyldufyrirspurnar framkvæmdaaðila dags. 10. október 2022 auk fylgiskjala.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að vatnsstaða í Svarðarmýrartjörn verði vöktuð í tengslum við vatnstöku úr Gvendarsteinsmýri. Að öðru leiti telur skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í fyrirliggjandi greinargerð.

Norðurþing er nú að hefja kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið í Haukamýri. Athugasemdafrestur rennur út um miðjan desember. Framkvæmdir og frekari uppbygging á fiskeldislóðinni eru háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfum frá sveitarfélaginu. Þau leyfi er háð samþykki deiliskipulags.


Skipulags- og framkvæmdaráð - 143. fundur - 10.01.2023

Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð framkvæmd vegna stækkunar fiskeldis í Haukamýri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif skv. þeim viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfsmat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun tilkynnti þessa ákvörðun sína 19. desember s.l.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar var lögð fram.