Fara í efni

Umsókn um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings

Málsnúmer 202210100

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Guðni R. Helgason og Anna S. Sigurgeirsdóttir óska eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi til að útbúa lóð undir einbýlishús suðaustan núverandi byggðar í Hraunholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að standa að umbeðinni breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi. Nú liggur fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem gera má ráð fyrir umfjöllun um ný íbúðarsvæði og þéttingu byggðar.