Fara í efni

Fjölskylduráð

164. fundur 10. október 2023 kl. 08:30 - 12:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 - 6 og 18.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 7 - 10.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 11 - 18.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat funginn undir lið 18.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir liðum 1-2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, sat fundinn undir lið 3.

Jónas Þór Viðarsson og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sátu fundinn í fjarfundi.

1.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 202309113Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Borgarhólsskóla 2023-2024 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Þórgunni skólastjóra fyrir komuna á fundinn.

Lagt fram til kynningar.

2.Borgarhólsskóli - Skýrsla um innra mat 2022-2023

Málsnúmer 202309112Vakta málsnúmer

Skýrsla um innra mat í Borgarhólsskóla 2023-2024 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Þórgunni skólastjóra fyrir komuna á fundinn.

Lagt fram til kynningar.

3.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla.
Ráðið mun halda áfram að fjalla um málið á næstu fundum þegar niðurstaða spretthóps liggur fyrir.

Ráðið þakkar Sigríði Valdísi leikskólastjóra fyrir komuna á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

4.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla

Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer

Á 137. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Það hefur lengi verið stefna Norðurþings að bjóða öllum 12 mánaða börnum upp á leikskólapláss. Nú er svo komið með auknum fjölda íbúa að framundan er að biðlistar fari að myndast eftir leikskólaplássi fyrir 12-24 mánaða börn. Frá árinu 2007 hefur hluti af starfsemi Grænuvalla verið í einingum sem litið hefur verið á sem bráðabirgða úrræði. Þar má nefna deildina Hól, aðstöðu starfsfólks að Iðavöllum 8 og yngri barna deildina Róm sem er í þeirri aðstöðu sem starfsfólk hafði áður. Grænuvellir verða í vetur 160 barna leikskóli og með framangreindum bráðabirgðaúrræðum er komið að þolmörkum þar bæði hvað varðar aðstöðu en ekki síður aðkomu að leikskólanum. Mikilvægt er að hefja greiningarvinnu vegna fjölgunar íbúa og áhrif þess á þörf fyrir fleiri leikskólarými á Húsavík. Jafnframt að greina hvers konar leikskólaúrræði væri skynsamlegast að koma upp, fyrir yngri börn, fyrir eldri börn eða blandaðan aldurshóp barna. Undirrituð leggja til að skipaður verði starfshópur sem vinna muni greiningu á framangreindu og skila til fjölskylduráðs og byggðarráðs tillögum að mögulegum staðsetningum fyrir leikskóla á Húsavík. Hópurinn skili tillögum í eigi síðar en 1. maí 2024. Gert verði ráð fyrir allt að 6 fundum hópsins. Fjárheimildir vegna þóknunar til fulltrúa í hópnum, gagnaöflunar, utanaðkomandi ráðgjafar og annars tilfallandi verði allt að 2.200.000 kr., þar af allt að 400.000 kr. fram til áramóta. Þóknun vegna vinnu í hópnum nemi 50% af þóknun fyrir fundarsetu í fastanefndum sveitarfélagsins og ekki verði greitt sérstaklega fyrir formennsku. Lagt er til að fjölskylduráð skipi í hópinn ásamt því að lögð fram tillaga að erindisbréfi hópsins. Eiður Pétursson Hafrún Olgeirsdóttir Helena Eydís Ingólfsdóttir Hjálmar Bogi Hafliðason Soffía Gísladóttir

Til máls tóku: Ingibjörg, Benóný, Áki, Hjálmar, Hafrún, Aldey og Helena.


Ingibjörg leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

Það hefur lengi verið stefna Norðurþings að bjóða öllum 12 mánaða börnum upp á leikskólapláss. Nú er svo komið með auknum fjölda íbúa að framundan er að biðlistar fari að myndast eftir leikskólaplássi fyrir 12-24 mánaða börn. Frá árinu 2007 hefur hluti af starfsemi Grænuvalla verið í einingum sem litið hefur verið á sem bráðabirgða úrræði. Þar má nefna deildina Hól, aðstöðu starfsfólks að Iðavöllum 8 og yngri barna deildina Róm sem er í þeirri aðstöðu sem starfsfólk hafði áður. Grænuvellir verða í vetur 160 barna leikskóli og með framangreindum bráðabirgðaúrræðum er komið að þolmörkum þar bæði hvað varðar aðstöðu en ekki síður aðkomu að leikskólanum. Mikilvægt er að hefja greiningarvinnu vegna fjölgunar íbúa og áhrif þess á þörf fyrir fleiri leikskólarými á Húsavík. Jafnframt að greina hvers konar leikskólaúrræði væri skynsamlegast að koma upp, fyrir yngri börn, fyrir eldri börn eða blandaðan aldurshóp barna. Undirrituð leggja til að skipaður verði starfshópur sem vinna muni greiningu á framangreindu og skila til fjölskylduráðs og byggðarráðs tillögum að mögulegum staðsetningum fyrir leikskóla á Húsavík. Hópurinn skili tillögum í eigi síðar en 1. maí 2024. Gert verði ráð fyrir allt að 6 fundum hópsins. Lagt er til að fjölskylduráð skipi í hópinn ásamt því að lögð fram tillaga að erindisbréfi hópsins.

Tillaga Ingibjargar er borin upp til atkvæða, tillagan er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Benónýs, Hafrúnar, Hjálmars, Ingibjargar og Soffíu.
Helena situr hjá.
Fjölskylduráð ákveður að hópinn skipi eftirfarandi aðilar:

Hanna Jóna Stefánsdóttir, fulltrúi meirihluta
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi meirihluta
Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi minnihluta
Arna Ásgeirsdóttir, fulltrúi af fræðslusviði

Fjölskylduráð óskar eftir að hópurinn skili stöðumati 1. febrúar 2024 og lokaskýrslu til samræmis við ákvörðun sveitarstjórnar 1. maí 2024.

5.Grunnskóli Raufarhafnar - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202310021Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2023.
Óskað er eftir 1.500.000 krónu viðauka vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs til samþykktar.

6.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hönnun og nýtingu nýs húsnæði fyrir Frístund og félagsmiðstöð í kjölfar þess að staðsetning hefur verið ákveðin.
Fjölskylduráð vísar uppfærðu vinnuskjali sem inniheldur þarfagreiningu fyrir húsnæðið til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna hönnunar og byggingar hússins.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202309146Vakta málsnúmer

Heimsendi Menningarfélag Óskarsbragga sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð vegna sýningar sumarið 2024 í Óskarsbragga á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Heimsenda Menningarfélag Óskarsbragga um kr. 80.000,- með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar árið 2024, þar sem viðburðurinn á að fara fram á næsta ári.

8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Nemendur í kvikmynda- og þáttagerð í umsjón Örlygs Hnefils kennara í Borgarhólsskóla sækja um styrk að upphæð 80.000 til 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð til að taka upp stuttmynd og til að búa til leikmuni og smiða leikmyndir.
Fjölskylduráð synjar umsókninni þar sem hún samræmist ekki reglum lista- og menningarsjóðs.

9.Ósk um að nýta Samkomuhúsið undir frumsýningu á stuttmynd.

Málsnúmer 202310037Vakta málsnúmer

Nemendur í kvikmynda- og þáttagerð í umsjá Örlygs Hnefils kennara í Borgarhólsskóla óska eftir að nota Samkomuhúsið undir frumsýningu á myndinni.
Fjölskylduráð samþykkir að veita aðgang að Samkomuhúsinu að höfðu samráði við Leikfélag Húsavíkur.

10.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2023

Málsnúmer 202310014Vakta málsnúmer

Í ár kom aftur tillaga um að tendra ljósin á jólatrénu á Húsavík föstudaginn 1. desember, kl. 17.00. Jólabærinn minn, Jólahátíð Húsavíkurstofu, verður aftur haldin í miðbæ Húsavíkur helgina 1. - 3. desember og yrði tendrun jólatrésins þá á opnunarviðburði helgarinnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr.laga um útlendinga

Málsnúmer 202310011Vakta málsnúmer

Tilmæli félags og vinnumarkaðráðherra um aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr laga um útlendinga
Lagt fram til kynningar.

12.Gjaldskrá Borgin sumarfrístund 2024

Málsnúmer 202310028Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Borgin sumarfrístund 2024
Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjalskrá Borgarinnar sumarfrístundar 2024
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

13.Gjaldskrá Miðjunnar 2024

Málsnúmer 202310027Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Miðjunnar
Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldskrá fyrir Miðjuna 2024
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

14.Gjaldskrá ferðaþjónustu félagsþjónustu Norðurþings 2024

Málsnúmer 202310024Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir til samþykktar gjaldskrá 2024 fyrir ferðaþjónustu félagsþjónustu Norðurþings
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

15.Gjaldskrá Borgin frístund 2024

Málsnúmer 202310022Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldsrá 2024
fyrir Borgina frístund.
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

16.Gjaldskrá Skammtímadvöl 18 ára og eldri

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldsrá 2024 vegna Skammtímadvalar 18 ára og eldri.
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

17.Gjaldskrá 2024 Stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 202310026Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir gjaldskrá 2024, greiðslur til stuðningsfjölskyldna.
Hækkun gjaldskrár miðast við 7,5% eins og lagt var til á 442. fundi byggðaráðs 26.09.2023
Lagt fram til kynningar.

Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

18.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Á 443. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Ráðið heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstu fundum sínum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.