Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202310021

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 164. fundur - 10.10.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2023.
Óskað er eftir 1.500.000 krónu viðauka vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Fyrir byggðarráði liggur frá 164. fundi fjölskylduráðs haldinn þann 10.10.2023, þar var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 1.500.000 kr. vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 445. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 1.500.000 kr. vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka samhljóða.