Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

445. fundur 26. október 2023 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Soffía Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur Þjónustuefna sveitarfélagsins þegar búið er að taka tillit til athugasemda úr íbúasamráði.
Byggðarráð samþykkir stefnuna en vísar umfjöllun um athugasemdir úr íbúasamráði sem snúa að málefnum aldraðra og leikskólamálum til fjölskylduráðs.

2.Málefni landbúnaðar á Íslandi; alvarleg staða bænda

Málsnúmer 202310103Vakta málsnúmer

Bókun byggðarráðs vegna alvarlegrar stöðu bænda og íslensk landbúnaðar, atvinnugreinar sem ætlað er að stuðla að fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggi með framleiðslu á heilnæmum matvælum.
Byggðarráð Norðurþings lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.

Landbúnaður er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður. Breytingar á reglugerðum og lagaumhverfi síðustu ára er lúta að aðbúnaði hefur knúið bændur til að fara í tugmilljóna fjárfestingar með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Í núverandi vaxtaumhverfi er engin hvati til nýliðunar sem er grafalvarleg staða. Sauðfjárbændur hafa jafnframt í áratugi þurft að glíma við erfið rekstrarskilyrði sem hefur leitt til mikillar fækkunar í þeirri starfsgrein.

Byggðarráð skorar á stjórnvöld að grípa þegar í stað til raunhæfra aðgerða gagnvart þeim rekstrarerfiðleikum sem bændur standa frammi fyrir svo ekki verði hrun í greininni. Skapa þarf landbúnaði öruggar rekstraraðstæður til framtíðar sem stuðlar að nýliðun í greininni til að matvælaframleiðsla eflist, þróist áfram og verði áfram ein af grunnstoðum fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar.

3.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu framkvæmdaáætlun Norðurþings 2024-2027.
Fjármálastjóri fór yfir drög að framkvæmdaáætlun 2024-2027 sem var svo lögð fram til kynningar.

4.Sala Eigna Félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 202306081Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tilboð í eignirnar Grundargarð 7 á Húsavík og Lindarholt 6 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda í eignina Grundargarð 7 á Húsavík og taka því tilboði sem barst í eignina Lindarholt 6 á Raufarhöfn.

5.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Á 441 fundi byggðarráðs þann 14. september sl. fól byggðarráð sveitarstjóra að kanna hvort sveitarfélagið eigi erindi til umsóknar í seinni úthlutun HMS fyrir árið 2023.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að sveitarfélagið sæki ekki um stofnframlag að þessu sinni þar sem nú þegar er unnið að uppbyggingu á svæðinu í samstarfi við Bjarg íbúðafélag og með stofnframlagi frá HMS.

6.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu hugmyndir vegna samruna félaga í eignasafni sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu mála vegna hugmynda um samruna félaga í eignasafni sveitarfélagsins.

7.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Málsnúmer 202310101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um samstarf vegna framlaga til stafræns samstarfs sveitarfélaga á árinu 2024.
Byggðarráð samþykkir að setja áfram framlag til stafræns samstarfs sveitarfélaga á árinu 2024 og metur það svo að mikið hagræði sé að sveitarfélögin vinni meira saman að stafrænum lausnum.

8.Grunnskóli Raufarhafnar - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202310021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frá 164. fundi fjölskylduráðs haldinn þann 10.10.2023, þar var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 1.500.000 kr. vegna hækkunar á starfshlutfalli í kjölfar fjölgunar nemenda og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Varðar lýsistankana Aðalbraut 20-22 Raufarhöfn

Málsnúmer 202309139Vakta málsnúmer

Á 443. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Ásdísi Thoroddsen á Raufarhöfn, varðandi framtíðargagn af lýsistönkunum, Aðalbraut 20-22.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að funda með Ásdísi Thoroddsen um framhald málsins.

Með fundarboði fylgir minnisblað frá fundi starfsmanna Norðurþings með Ásdísi þann 18. október sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022-2023

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024- 2028, 315. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303126Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna banns við hvalveiðum, 99. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 55. fundar stjórnar SSNE frá 4. október sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2023

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar stjórnar Húsavíkurstofu frá 10. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.