Fara í efni

Fjölskylduráð

138. fundur 17. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jónas Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1 og 4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-3.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður Frístundar sat fundinn undir lið 1.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 10:16.

1.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10. janúar 2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags-og framkvæmdaráð þakka Þóreyju Eddu fyrir yfirferðina á teikningum á nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð. Ráðið vísar teikningunum til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

2.Frístundastyrkir 2023

Málsnúmer 202210058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar frístundastyrki ungmenna fyrir árið 2023.
Yfirfara þarf reglur og upphæð fyrir árið 2023.
Málið var einnig á dagskrá 137. fundar fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn. Frístundastyrkur hækkar úr 17.500 kr. í 20.000 kr. frá og með 1. janúar 2023.

3.Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023-

Málsnúmer 202210034Vakta málsnúmer

Fjölskulduráð hefur til umfjöllunar samningamál Völsungs og Norðurþings.
Málið var á dagskrá 137. fundar fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir samninginn og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við félagið.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202301041Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:30.