Fara í efni

Göngustígar við og á Húsavík

Málsnúmer 202109146

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Hjálmar Bogi leggur til að gönguleið frá norðurenda Melastígs við Traðagerði verði lengd til norðurs þannig að hún nái út á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða gönguleiðina og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kort af gönguleiðum og leggja fyrir ráðið.

Heiðar Hrafn óskar bókað:
Húsavík býr að því að eiga fjöldann allan af gönguleiðum í fallegu umhverfi. Sumar þeirra eru þó orðnar lúnar og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Brýnt er að ákveðið verði hvaða gönguleiðum skuli sannarlega halda við og hverjum ekki. Inn í það plan spilast svo hugsanlegar nýjar gönguleiðir framtíðarinnar eins og sú sem er til umræðu á þessum fundi.
Ráðið tekur undir bókun Heiðars Hrafns.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða gönguleiðina og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kort af gönguleiðum og leggja fyrir ráðið.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina. Þessar upplýsingar verða færðar inn á kortasjá Norðurþings.