Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

368. fundur 22. júlí 2021 kl. 08:30 - 10:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Drífa Valdimarsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Fyrirspurn vegna lóðar undir gagnaversstarfsemi við Bakka

Málsnúmer 202107045Vakta málsnúmer

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en frestar tillögugerð að lóðarúthlutun. Í ljósi viljayfirlýsingar sem gerð var við Carbon Iceland á síðasta ári leggur skipulags- og framkvæmdaráð til að byggðaráð taki við formlegri afgreiðslu málsins til samræmis við skuldbindingar sem finna má í viljayfirlýsingunni. Á lóðinni standa nú vinnubúðir, en gert er ráð fyrir að eigendur fjarlægi þær áður en til úthlutunar kemur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa Carbon Iceland um lóðarumsóknina í ljósi viljayfirlýsingar við fyrirtækið.
Málið verður tekið aftur til umfjöllunar þegar viðbrögð Carbon Iceland liggja fyrir.

2.Skipulag miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og til samræmis við minniháttar breytingar samþykktar á fundinum.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Það er ástæða til að hvetja íbúa, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að kynna sér skipulagsbreytingar vel og skila athugasemdum ef svo ber undir.

3.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Umræður um viðhorfskönnun um hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs á Melrakkasléttu

Málsnúmer 202107051Vakta málsnúmer

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Lilju Berglind fyrir komuna á fundinn og gagnlegar upplýsingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman á einn stað á vefsíðu Norðurþings kynningu á hugmyndum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í tengslum við mögulegan vindorkugarð á Hólaheiði. Ráðið hvetur íbúa Norðurþings og þá sérstaklega þá sem búa í nálægð við mögulegan vindorkugarð að kynna sér hugmyndir að breytingu á aðalskipulagi vel og vandlega. Fyrirhugað er að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal íbúa á áhrifasvæði mögulegs vindorkugarðs í ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar fyrirætlunum hverfisráðs Kópaskers um að efna til íbúafundar um málið eftir miðjan ágúst. Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu og undirbúningi viðhorfskönnunar til frekari umræðu og útfærslu í byggðarráði.
Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs og hvetur íbúa Norðurþings í póstnúmerum 670-676 til að kynna sér hugmyndir að breytingum á aðalskipulagi vandlega og taka þátt í fyrirhugðari viðhorfskönnun.

Kristján Þór víkur af fundi kl. 10:03.

5.Drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og við Öxarfjörð

Málsnúmer 202107050Vakta málsnúmer

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Lilju fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að íbúakönnun um húsnæðismál á Kópaskeri og Öxarfirði og óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram í samráði við fulltrúa Þekkingarnetsins. Ráðið leggur til að þessi niðurstaða verði kynnt í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur þar sem óskað er eftir að samningur um uppbyggingu golfskála sem gerður var 2018 verði virkjaður að nýju. Fyrir liggja teikningar og kostnaðaráætlun við byggingu nýs golfskála sem er nokkuð frábrugðinn þeim skála sem áður var áformað að byggja.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við stjórn Golfklúbbs Húsavíkur um endurnýjun samningsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Meirihlutinn stöðvaði málið í upphafi og á sínum tíma vegna nýs vegstæðis og vegar að uppbyggingarsvæði undir nýtt húsnæði klúbbsins.

7.Fyrirspurn vegna slökkvibifreiðar

Málsnúmer 202107054Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi fyrirspurn;
Byggðarráðs samþykkti á sínum tíma tillögu minnihlutans um kaup á slökkvibifreið. Undirritaður óskar eftir að upplýsingar verði lagðar fyrir næsta fund um stöðu málsins.
Byggðarráð felur sveitastjóra að taka saman minnisblað um stöðu málsins og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.

8.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskaði, með bréfi dagsettu 7. maí sl., eftir upplýsingum varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjald.
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar svarbréf Norðurþings til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

Hjálmar Bogi leggur til;
Undirritaður leggur til að kallað verði eftir minnisblaði frá stjórn OH ohf. vegna stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

9.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Knattspyrnudeild Völsungs fyrir sölubás á Mærudögum.

Málsnúmer 202107039Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Völsungs um tímabundið áfengisleyfi vegna sölubásar á Mærudögum, frá kl. 15:00 þann 24. júlí til kl. 03:00 þann 25. júlí.
Byggðarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn.

10.Fundargerðir stjórnar Leigufélags Hvamms 2021

Málsnúmer 202107015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms frá 17. maí sl. sem og fundargerð aðalfundar Leigufélags Hvamms frá 8. júlí sl. ásamt ársreikningi Leigufélags Hvamms ehf. og endurskoðunarskýrslu.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 20. janúar sl. sem og breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði HNE nr. 463-2002.
Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, samþykkir fyrirhugaða breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði HNE nr. 463-2002.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021

Málsnúmer 202105031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 6. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 102

Málsnúmer 2107003FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 102. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 22. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.