Fara í efni

Fyrirspurn vegna slökkvibifreiðar

Málsnúmer 202107054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi fyrirspurn;
Byggðarráðs samþykkti á sínum tíma tillögu minnihlutans um kaup á slökkvibifreið. Undirritaður óskar eftir að upplýsingar verði lagðar fyrir næsta fund um stöðu málsins.
Byggðarráð felur sveitastjóra að taka saman minnisblað um stöðu málsins og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.

Byggðarráð Norðurþings - 369. fundur - 19.08.2021

Sveitarstjóri hefur tekið saman minnisblað um stöðu mála er varðar möguleg kaup á nýjum dælubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.