Fara í efni

Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109099

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Kristján Þór óskar eftir að málið verði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Þór.

Til sveitarfélagsins hafa leitað forsvarsmenn GPG Seafood ehf., og lýst yfir áhuga sínum á að hefja viðræður við sveitarfélagið um framtíð Mjölhússins svokallaða á gömlu SR-lóðinni á Raufarhöfn. Sveitarstjóri leggur til að forsvarsmönnum GPG Seafood ehf. verði boðið á næsta fund byggðarráðs til að ræða mögulega samstarfsfleti fyrirtækisins og sveitarfélagsins um úrlausn brýnna mála hvað varðar umrædda fasteign og svæðið í kring.

Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Á 116. fundi sveitarstjórnar óskað Krisján Þór eftir því að ræða tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn.
Á fundinum var bókað;
Til sveitarfélagsins hafa leitað forsvarsmenn GPG Seafood ehf., og lýst yfir áhuga sínum á að hefja viðræður við sveitarfélagið um framtíð Mjölhússins svokallaða á gömlu SR-lóðinni á Raufarhöfn. Sveitarstjóri leggur til að forsvarsmönnum GPG Seafood ehf. verði boðið á næsta fund byggðarráðs til að ræða mögulega samstarfsfleti fyrirtækisins og sveitarfélagsins um úrlausn brýnna mála hvað varðar umrædda fasteign og svæðið í kring.

Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.
Gunnar Gíslason og Sigurður Helgi Ólafsson frá GPG sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með lögfræðingi sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með lögfræðingi sveitarfélagsins.

Á fund byggðarráðs mætir Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og birta auglýsinguna.

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Þann 26. nóvember sl. rann út frestur til að bjóða í alla eða afmarkaða eignarhluta sveitarfélagsins að Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Alls bárust 5 tilboð, fjögur í einstaka eignarhluta og eitt í alla eignina.

Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur ásamt tilboðsgjöfum, hverjum fyrir sig, koma á fund byggðarráðs og fara yfir tilboð sín.
Fundinn sátu í fjarfundi;
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur allan tímann.

Gunnar Skúlason, Vala Hauksdóttir og Jóhann M. Ólafsson komu inn á fundinn samtímis fyrir hönd Bjargar Capital.

Gunnar Gíslason kom inn á fundinn fyrir hönd GPG.

Byggðarráð þakkar gestunum fyrir komuna og góða umræðu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna samningsgrundvöll gagngvart Björgu Capital, sem gerir tilboð í allar eignirnar. Gert er ráð fyrir að fá niðurstöður í viðræðurnar eigi síðar en í janúarlok.
Öðrum tilboðsgjöfum er þakkaður áhuginn, þeim verður jafnframt kynnt niðurstaða viðræðnanna þegar hún liggur fyrir.
Byggðarráð hyggst boða hverfisráð Raufarhafnar á fund sinn í byrjun janúar og kynna málið fyrir þeim.
Samþykkt með atkvæðum Benónýs og Helenu.

Bergur Elías situr hjá og óskar bókað að tvö stærstu tilboðin séu áhugaverð og telur nauðsynlegt að fá skýrari línu og meiri festu í þau áður en ákvörðun er tekin.

Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022

Til fundar við byggðarráð kemur hverfisráð Raufarhafnar til að ræða framtíð SR lóðarinnar m.a. vegna erindis frá hverfisráðinu varðandi lýsistanka á lóðinni sem tekið var fyrir á 382. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um framtíð SR lóðarinnar. Byggðarráð mun halda áfram samtalinu við hverfisráðið eftir því sem samningaviðræðum vindur fram.

Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022

Á fund byggðarráð kemur Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og fer yfir stöðu samningaviðræðna við Björgu Capital vegna SR - lóðarinnar á Raufarhöfn.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir að framlengja tímafrestinn sem gefinn var til að ljúka viðræðunum um tvær vikur og felur sveitarstjóra að upplýsa aðra tilboðsgjafa um ákvörðunina.