Byggðarráð Norðurþings

385. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur situr fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund félagsmálastjóri situr fundinn undir lið 4.

1.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

202109099

Á fund byggðarráð kemur Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og fer yfir stöðu samningaviðræðna við Björgu Capital vegna SR - lóðarinnar á Raufarhöfn.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir að framlengja tímafrestinn sem gefinn var til að ljúka viðræðunum um tvær vikur og felur sveitarstjóra að upplýsa aðra tilboðsgjafa um ákvörðunina.

2.Rekstur Norðurþings 2021

202103135

Fyrir byggarráði liggur yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrir tímabilið janúar til desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Rekstur Norðurþings 2022

202201062

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélagsins í janúar mánuði 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðauki vegna Barnaverndar 2022

202201063

Á 109. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna aukinnar þyngdar í barnaverndarmálum. Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 9.795.648 kr. verði samþykktur.
Byggðarráð samþykkir ósk fjölskylduráðs um ráðningu starfsmanns í barnavernd til allt að eins árs vegna aukinnar þyngdar í barnaverndarmálum á þjónustusvæðinu.
Afgreiðslu viðaukans er frestað þar til fyrir liggja nánari gögn.

5.Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup könnun

202201071

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Gallup úr þjónustu könnun Norðurþings vegna ársins 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

202110036

Byggðarráð heldur áfram umræðu sinni um framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
Byggðarráð fór yfir áætlaðan kostnað við verðmat og felur sveitarstjóra að halda áfram með málið.

7.Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1.

202010180

Borist hefur erindi frá Óla Halldórssyni fyrir hönd Hraðsins-nýsköpunarmiðstöðvar þar sem óskað er eftir stuðningi Norðurþings til verkefnisins á sviði sértækra aðgerða byggðaáætlunar (C1) til að dekka stofnkostnað við verkefnið árin 2022-2023.
Byggðarráð mælir með við SSNE að sótt verði um styrk í C1 vegna sértækra aðgerða byggðaáætlunar til tveggja ára fyrir Hraðið-nýsköpunarmiðstöð.

8.Erindi vegna opnunar nýrrar verslunar á Húsavík

202201089

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Heimamönnum ehf. um stuðning við opnun á byggingavöruverslun á Húsavík.
Byggðarráð fagnar opnun nýrrar byggingavöruverslunar á Húsavík og frumkvæði þeirra sem að henni standa.

9.Yfirlýsing frá Fonti, félagi smábátaeigenda vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða afla til strandveiða

202201074

Byggðarráði hefur borist yfirlýsing frá Fonti, félagi smábátaeigenda vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða afla til strandveiða. Fontur harmar ákvörðun um að skerða afla til strandveiða á komandi sumri.


Byggðarráð skorar á sjávarútvegsráðherra að tryggja 48 daga til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári.

10.Málefni Skúlagarðs - rekstur sumarið 2021

202104058

Til upplýsinga og umræðu í byggðarráði liggur fyrir vinnuskjal frá Charlottu Englund, fulltrúa Norðurþings í stjórn Skúlagarðs Fasteignafélags, um stöðu rekstrar ferðaþjónustunnar í Skúlagarði 2021 og horfur 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

11.Ósk um samstarf við Norðurþing vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022

202201052

Fyrir byggðarráði liggur ósk um samtarf vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022. Erindið var tekið fyrir í fjölskylduráði sem þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Byggðarráð fagnar áformum um að Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 verði haldin á Húsavík og tekur jákvætt í erindið og því frumkvæði sem því fylgir.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

12.Ósk Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um aukið framlag vegna reksturs bókasafna Norðurþings

202105117

Fyir byggðarráði liggur beiðni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um aukið framlag á árinu 2022 vegna reksturs bókasafna Norðurþings.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að greiða viðbótarframlag til reksturs bókasafna Norðurþings að fjárhæð allt að 700.000 kr.

13.Bréf til sveitarstjórna um breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

202110058

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ný reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Víkur hses.2022

202201073

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar stjórnar Víkur hses. frá 5. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir SSNE 2022

202201054

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 33. fundar stjórnar SSNE frá 12. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga 2021-2022

202201043

Fyrir byggðarráði liggja 5 fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 16.02.2021, 08.03.2021, 24.3.2021, 08.06.2021 og 11.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

202201056

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp ti llaga um almannavarnir

202201085

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en í lok dags 3. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.