Fara í efni

Málefni Skúlagarðs - rekstur sumarið 2021

Málsnúmer 202104058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Til umræðu eru málefni Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. og rekstur húsnæðis félagsins á komandi sumri. Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi kemur til fundarins en hún hefur unnið að málinu með formanni stjórnar félagsins s.l. daga.
Byggðarráð þakkar Charlottu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð yfir málefni Skúlagarðs.
Fyrir stjórn Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. liggur að semja við rekstraraðila Skúlagarðs fyrir komandi sumar.

Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022

Til upplýsinga og umræðu í byggðarráði liggur fyrir vinnuskjal frá Charlottu Englund, fulltrúa Norðurþings í stjórn Skúlagarðs Fasteignafélags, um stöðu rekstrar ferðaþjónustunnar í Skúlagarði 2021 og horfur 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022

Byggðarráði hefur borist erindi frá Skúlagarður-fasteignafélag ehf, óskað er eftir skammtíma fyrirgreiðslu vegna rekstrarkostnaðar fram á sumarið. Málið var til umræðu á fundi byggðarráðs nr. 385 þann 27.01.2022.
Byggðarráð samþykkir að veita félaginu skammtíma fyrirgreiðslu um allt að 2 m.kr fram á haust 2022.