Fara í efni

Ósk um sameiningu lóða við Útgarð

Málsnúmer 202111076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Naustalækur ehf. óskar eftir að lóðir að Útgarði 2 og Útgarði 4-6 verði sameinaðar í eina. Fyrir liggur tillaga að lóðarblaði sameinaðrar lóðar undir heitinu Útgarður 2-6. Sameinuð lóð yrði 5.260 m² skv. lóðarblaðinu. Fyrir liggja undirrituð samkomulög milli lóðarhafa vegna sameiningar lóðanna. Lóðarblaðið sýnir einnig hnitsetta breytta afmörkun lóðarinnar að Pálsgarði 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar verði sameinaðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarsamninga fyrir Útgarð 2-6 og Pálsgarð 1 til samræmis við framlagt lóðarblað.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar verði sameinaðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarsamninga fyrir Útgarð 2-6 og Pálsgarð 1 til samræmis við framlagt lóðarblað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.