Fara í efni

Tillaga um sameiningarviðræður við Tjörneshrepp

Málsnúmer 202112005

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Benóný Valur Jakobsson fulltrúi S-lista leggur til að Norðurþing bjóði Tjörneshreppi til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna.
Markmiðið með viðræðunum verði að hægt verði að kjósa um væntanlega sameiningu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
Til máls tóku: Benóný og Bergur Elías.

Bergur leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
Norðurþing bjóði Tjörneshreppi til sameiningarviðræðna.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur afstaða hreppsnefndar Tjörneshrepps varðandi tillögu Norðurþings um sameiningarviðræður. Hreppsnefnd Tjörneshrepps bókaði á fundi sínum þann 14. desember sl. að hún hefði ekki áhuga á sameiningu að svo stöddu. Hreppsnefndin telur of stutt í kosningar og nær væri að nýjar sveitarstjórnir fjölluðu um málið að loknum næstu kosningum.
Til máls tóku: Kristján, Benóný, Helena og Hjálmar.

Helena leggur til að sveitarstjórn taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps um að nýjar sveitarstjórnir fjalli um málið að loknum næstu kosningum.
Samþykkt samhljóða.