Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 381

Málsnúmer 2111013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 381. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Stórþaravinnsla á Húsavík - staða verkefnisins": Aldey, Helena og Benóný.

Aldey leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð hefur undanfarið fengið kynningu að hálfu aðstandenda verkefnisins um vinnslu Stórþara á Húsavík. Í kynningargögnum verkefnisins hafa komið fram metnaðarfull áform og líklegt að af verkefninu hljótist umtalsverð umsvif. Fram hefur komið að ekki hafi verið metin umhverfisáhrif verkefnisins og ekki séð að áform séu um slíkt. Undirrituð telur mikilvægt að fram fari formlegt ferli umhverfismats. Með þeim hætti verði tryggt að allar upplýsingar muni koma fram um áhrif verkefnisins.

Helena tekur undir bókun Aldeyjar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.