Fara í efni

Tillaga að afmörkun lóðar, Aðalbraut 4

Málsnúmer 202111086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Fyrir liggur tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að afmörkun lóðar umhverfis húseignir GPG á hafnarsvæði Raufarhafnar. Tillagan var unnin í samráði við lóðarhafa. Í tillögunni er horft til þess að sameina þrjár lóðir í eina; Hafnarsvæði L154483, Jökull L154494 og Hafsilfur L154487. Nýtt heiti lóðar verði Aðalbraut 4. Flatarmál lóðarinnar er 12.276,56 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun sameinaðrar lóðar verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa lóðarsamning til undirritunar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 16. nóvember 2021, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun sameinaðrar lóðar verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa lóðarsamning til undirritunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.