Fara í efni

Fjölskylduráð

102. fundur 18. október 2021 kl. 13:00 - 16:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Hermannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-17.

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Fræðslusvið

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Umræða um fjáhagsáætlun fræðslusviðs.
Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 29.586.799 krónur til að mæta kostnaði við endurnýjun tölvubúnaðar, húsgagna, aukinnar sálfræðiþjónustu o.fl.

2.Akstur leikskólabarna með skólabílum

Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar óskir foreldra og skólastjóra Öxarfjarðarskóla um að leikskólabörnum verði ekið með skólabíl frá Kópaskeri í Öxarfjarðarskóla.
Birna, Aldey, Eiður, Gunnar og Arna Ýr leggja fram eftirfarandi bókun: Fjölskylduráð telur sér ekki fært að bjóða upp á akstur leikskólabarna frá Kópaskeri í Öxafjarðarskóla. Þegar tekin var ákvörðun um að loka leikskólanum á Kópaskeri þar sem ekki fékkst starfsfólk, var foreldrum þeirra barna sem skráð voru í leikskólann á þeim tíma boðinn akstursstyrkur sem verður áfram í boði út þetta skólaár. Sé pláss í skólabílnum og nái foreldrar samkomulagi við rekstraraðila um nýtingu bílsins, setur ráðið sig ekki upp á móti því.

Bylgja Steingrímsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem þetta er mikið hagsmunarmál fyrir íbúa Kópaskers, hefði ég viljað fela fræðslufulltrúa að fara í þá vinnu að fá heildarkostnað við það að fá stærri bíl á þessari leið og hvort það fáist starfsmaður í bílinn og hvað hann kostar, sem mundi þá bera ábyrgð á þeim leikskólabörnum sem tækju skólabílinn.

3.Gjaldskrá Íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110011Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2022.
Fjölskylduráð samþykkir neðangreinda gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitastjórn.

Um er að ræða 2-4% hækkun frá fyrri gjaldskrá

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 7.600
2/3 salur pr. klst. kr. 5.150
1/3 salur pr. klst. kr. 3.800

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.800
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 164.500
Leiga á stólum út úr húsi = 480 kr stk

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 12.800
2/3 salur pr. klst. kr. 10.250
1/3 salur pr. klst. kr. 9.150
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 9.150

Íþróttamannvirki Raufarhöfn
Salur til útleigu pr. klst (hópar) = kr. 5.150
Stakt skipti einstaklingur = kr. 650
Lykilkort Raufarhöfn (árskort)= kr. 5125(að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)
Lykilkort Raufarhöfn eldri borgarar (árskort) = 0 kr. (að auki 1000kr fyrir lykilkort, endurgreitt ef skilað er)


Íþróttahús Kópaskeri/Lundur
Hópatími/salur (1 klst) = kr. 5.125
Leiga á sal fyrir barnaafmæli = kr. 5.125
Stakt skipti einstaklingur = 650 kr

Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar = kr. 990
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 5.400
Afsláttarmiðar 30 stk. = kr. 13.530
Árskort = kr. 35.875
Fjölskyldukort = kr. 23.300

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar = kr. 410
Afsláttarmiðar kr. = 2.255
Árskort = kr. 16.950
Fjölskyldukort kr. 8.750
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði = 410 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk. = kr. 2.255
Frístundakort 1.barn = kr. 3.075
2.barn kr. 2.100
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt = 820 kr.
Handklæði = 820 kr.
Handklæði sundföt sundferð = kr. 1.750

Útleiga á sundlaug m/vaktmanni til námskeiða utan opnunartíma= kr.9.150
Útleiga á sundlaug á opnunartíma til námskeiða= kr.5.150

Skíðasvæði Reyðarárhnjúkur
Óbreytt gjaldskrá frá gjaldskrá 2021

Stakur dagur
Fullorðnir = kr. 1.000
Börn 6-17 ára = kr. 500
Eldri borgarar = kr. 500
öryrkjar = kr. 500

Árskort
Fullorðnir = kr. 10.000
Börn 6-17 ára = kr. 5.000
Eldri borgarar = kr. 5.000
öryrkjar = kr. 5.000

4.Sumarfrístund 2021-Könnun til foreldra

Málsnúmer 202110059Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunar sem send var á foreldra/forráðamenn barna sem nýttu sér sumarfrístund 2021 kynntar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2022
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi ramma og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

6.Fjárhagsáætlun menningarmála 2022

Málsnúmer 202110079Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar fjárhagsáætlun menningarmála 2022
Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 1.262.203 krónur sem skýrist af færslu Mærudaga eingöngu yfir á menningarmál.

7.Ósk um styrk vegna menningarferðar til Akureyrar frá félagi eldri borgara Raufarhöfn

Málsnúmer 202110040Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni frá félagi eldri borgara á Raufarhöfn um styrk fyrir rútukostnaði vegna menningarferðar til Akureyrar.
Sveitarfélagið fékk úthlutað covid styrk til þess að efla félagsstarf aldraðra á covid tímum. Fjölskylduráð leggur til að sá styrkur verði nýttur í þessa ferð. Ráðið felur félagsmálastjóra að vera í samtali við félag eldri borgara á Raufarhöfn um málið.

8.Uppfærðar reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2021

Málsnúmer 202110043Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2021 í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytis þar um.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2022

Málsnúmer 202110060Vakta málsnúmer

Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022 að fjárhæð 150.000 krónur.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 150.000 krónur.

10.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar útgönguspá 2021, launaáætlun 2022 og fjárhagsáæltun 2022
Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.

11.Gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202110071Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

12.Gjaldskrá Ferðaþjónustu - Ferilbíll

Málsnúmer 202110077Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá Ferðaþjónusta - Ferilbíll í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

13.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2022

Málsnúmer 202110075Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

14.Gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku 2022

Málsnúmer 202110074Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

15.Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin)

Málsnúmer 202110072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir frístund barna og ungmenna 10-17 ára (Miðjan og Borgin) í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

16.Gjaldskrá Miðjunnar 2022

Málsnúmer 202110080Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá fyrir Miðjuna, hæfingu í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

17.Gjaldskrá sumarfrístundar 2022

Málsnúmer 202110076Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir 2,5% hækkun á gjaldskrá vegna sumarfrístundar í Norðurþingi 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 16:05.