Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Ósk um hjólabrettaramp á skólalóð Grunnskóla Raufarhafnar
202110143
Fjölskylduráð fjallaði um ósk nemenda í Raufarhafnarskóla varðandi kaup á hjólabrettarampi á skólalóðina á 103. fundi ráðsins. Þar fól ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna verð og leggja fyrir ráðið að nýju. Nú liggur fyrir kostnaður vegna hjólabrettaramps. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka afstöðu til erindisins.
Fjölskylduráð þakkar nemendum Raufarhafnarskóla fyrir erindið. Ráðið hefur nú fengið upplýsingar um verð á hjólabrettaramp en því miður verður ekki hægt að koma því fyrir í fjárhagsáætlun 2022.
2.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022
202110012
Fyrir fjölskylduráði liggur endanleg fjárhagsáætlun félagsþjónustu, en áætlunin er lögð fram í samræmi við úthlutaðan ramma á 380. byggðarráðs að fjárhæð 314.584.000.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
3.Trúnaðarmál
202111171
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
4.Trúnaðarmál
202111172
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
5.Öxarfjarðarskóli - Starfsáætlun 2021-2022
202111156
Starfsáætlun Öxarfjarðarskóla 2021-2022 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Grunnskólinn á Raufarhöfn - Starfsáætlun 2021-2022
202111157
Starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:35.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 2-4.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir liðum 3-4.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 5-6.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir liðum 5-6.