Fara í efni

Fjölskylduráð

106. fundur 22. nóvember 2021 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Hermannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund sat fundinn undir lið 6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrú sat fundinn undir liðum 2-5.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir liðum 2-3.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202111098Vakta málsnúmer

Félagasamtökin ÞÚ skiptir máli sækja um styrk í lista- og menningarsjóð að upphæð 50.000 kr. vegna jólatónleika Tónasmiðjunnar.
Fjölskylduráð samþykkir að veita félagasamtökunum ÞÚ skiptir máli, styrk að upphæð 50.000 krónur.
Aldey Unnar Traustadóttir situr hjá.

2.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar 2021

Málsnúmer 202111065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun og breytingar á starfsreglum leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur. Ráðið ákveður jafnframt að falla frá ákvörðun sinni frá 78. fundi ráðsins, að 15 mínútur fyrir og eftir opnunartíma yrðu gjaldskyldar. Ráðið vísar reglunum til staðfestningar í sveitarstjórn.

3.Grænuvellir - Starfsáætlun 2021-2022

Málsnúmer 202111074Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Grænuvalla 2021-2022 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til samþykktar starfsreglur skólamötuneyta í Norðurþingi.

Reglurnar voru lagðar fram til kynningar á 104. fundi sínum þann 8. nóvember sl.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur skólamötuneyta og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Hraðið-Nýsköpunarsetur óskar eftir aðkomu Norðurþings vegna FabLab Húsavík

Málsnúmer 202111073Vakta málsnúmer

Á 378. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð lýsir ánægju með stofnun Hraðsins - nýsköpunarmiðstöðvar og FabLab Húsavík. Byggðarráð felur fjölskylduráði að vinna málið áfram m.t.t. afnota skóla sveitarfélagsins að FabLab.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að tryggja að ákvæði um afnot leik- og grunnskóla Norðurþings verði hluti af samningi Norðurþings við Hraðið-nýsköpunarmiðstöð og FabLab vegna framlags sveitarfélagsins um 2.500.000 króna.

6.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfærð fjárhagsáætlun féalagsþjónustu fyrir árið 2022 eftir afgreiðslu byggðarráðs á 379. fundi ráðsins þar sem ramminn málaflokks 02-félagsþjónustu var hækkaður um 28. milljónir.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáæltun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

7.Umræður um húsnæði fyrir ýmsa starfssemi tengda félagsþjónstu Norðurþings

Málsnúmer 202111066Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá frá Ásmundi Skeggjasyni varðandi notkunarmöguleika Vallholtsvegar 8.

Sama erindi var lagt fram til kynningar á 104. fundi fjölskylduráðs þann 8. nóvember sl. Eins var fjallað um sama erindi á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem eftirfarandi var bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki hafa not fyrir eignina að svo stöddu.
Fjölskylduráð telur sig ekki hafa not fyrir eignina að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 15:00.