Fara í efni

Bréf til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 202110009

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiið hefur á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber aðgefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð beinir því til starfshóps um endurskoðun samþykkta Norðurþings að hafa þetta til hliðsjónar í vinnu sinni.