Fara í efni

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps 2022

Málsnúmer 202109130

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 106. fundur - 28.09.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að gjaldskrá um förgun sorps 2022.
Frestað til næsta fundar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Fyrir ráðinu liggur fyrir tillaga frá framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps árið 2022. Tillagan gerir ráð fyrir 13% hækkun frá yfirstandandi ári til samræmis við áætlaðan kostnað málaflokksins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021

Forseti óskar eftir umræðu um þennan lið á fundi sveitarstjórnar.

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var til umfjöllunar tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa um 13% hækkun á gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun á sorpi árið 2022.
Á fundinum var bókað;
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.
Til máls tóku: Benóný og Bergur.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.