Fara í efni

Útboð á tryggingum Norðurþings 2021

Málsnúmer 202105099

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021

Borist hefur tilboð frá Consello ehf. vegna umsjónar með útboði á tryggingum sveitarfélagsins en núgildandi samningur við VÍS rennur út um næstu áramót.
Byggðarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði frá Consello ehf. og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Útboði á tryggingum Norðurþings fyrir tímabilið 2022-2024 er nú lokið og liggja niðurstöður fyrir.
Lægsta tilboð á VÍS upp á 17.273.217 krónur.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda VÍS.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 224. fundur - 21.10.2021

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur til kynningar niðurstöður út útboði trygginga.
Erindi lagt fram.