Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

224. fundur 21. október 2021 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsvíkur liggur útkomuspá fyrir árið 2021 og rekstraráætlun fyrir árið 2022
Umræða um fjárhags og rekstraráætlun fór fram, málið verður tekið nánar fyrir á næsta fundi ásamt ákvörðun um gjaldskrár fyrir árið 2022.

2.Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202110105Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022.
Farið var yfir framkvæmdarlista næsta árs, er lúta að vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu. Skilgreining forgangsröðun verkefna á næsta fundi.

3.Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil

Málsnúmer 202109129Vakta málsnúmer

Á 106. fundi skipulags- og framkvdæmaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að senda Orkuveitu Húsavíkur erindi þar sem farið er á leit við stjórn OH að endurnýja gönguleið frá Stangarbakka niður í Búðarárgil. Vegna fráveituframkvæmda árið 2014 var þáverandi gönguleið fjarlægð.
Stjórn OH tekur jákvætt í erindið og felur rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins.

4.Þjónustusamningur Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings 2020

Málsnúmer 201911045Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðum um gildandi þjónustusamning milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings sem staðfestur var í sveitarstjórn þann 19.05.2020 og undirritaður var af sveitarstjóra og formanni stjórnar OH þann 16.06.2020.
Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir síðar.

5.Umræða um framkvæmd og frágang fráveitu við Kleifahús á Raufarhöfn

Málsnúmer 202110112Vakta málsnúmer

Bergur Elías Óskar eftir að ræða framkvæmd og frágang fráveitu við Kleifahús á Raufarhöfn.
Málið rætt og lagt fram til kynningar.

6.Útboð á tryggingum Norðurþings 2021

Málsnúmer 202105099Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur til kynningar niðurstöður út útboði trygginga.
Erindi lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.