Fara í efni

Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil

Málsnúmer 202109129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 106. fundur - 28.09.2021

Hjálmar Bogi óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð taki fyrir eftirfarandi erindi: Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að senda Orkuveitu Húsavíkur erindi þar sem farið er á leit við stjórn OH að endurnýja gönguleið frá Stangarbakka niður í Búðarárgil. Vegna fráveituframkvæmda árið 2014 var þáverandi gönguleið fjarlægð.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 224. fundur - 21.10.2021

Á 106. fundi skipulags- og framkvdæmaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að senda Orkuveitu Húsavíkur erindi þar sem farið er á leit við stjórn OH að endurnýja gönguleið frá Stangarbakka niður í Búðarárgil. Vegna fráveituframkvæmda árið 2014 var þáverandi gönguleið fjarlægð.
Stjórn OH tekur jákvætt í erindið og felur rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 233. fundur - 08.06.2022

Á 224. fundi Orkuveitu Húsavíkur fól stjórn OH rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi tilboð í gerð gönguleiðar frá Stangarbakka niður í Árgil. Gönguleiðin verður steyptar tröppur með galvaniseruðu stálhandriði.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 245. fundur - 22.05.2023

Á 224. fundi Orkuveitu Húsavíkur fól stjórn OH rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins. Við gerð hönnunar gagna kom í ljós að burður í fyrirliggjandi efni er ekki mikill og leggur hönnuður til að skoðað yrði að staðsteypa tröppur eða setja upp ristar og stigaþrep.
Stjórn felur rekstrarstjóra að leita leiða við gerð gönguleiðar og semja við verktaka.