Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

245. fundur 22. maí 2023 kl. 09:00 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil

Málsnúmer 202109129Vakta málsnúmer

Á 224. fundi Orkuveitu Húsavíkur fól stjórn OH rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins. Við gerð hönnunar gagna kom í ljós að burður í fyrirliggjandi efni er ekki mikill og leggur hönnuður til að skoðað yrði að staðsteypa tröppur eða setja upp ristar og stigaþrep.
Stjórn felur rekstrarstjóra að leita leiða við gerð gönguleiðar og semja við verktaka.

2.Fyrirkomulag styrkumsókna

Málsnúmer 202303027Vakta málsnúmer

fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fyrir að samþykkja fyrirkomulag styrkúthlutunar.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarreglur og stofnun Samfélagssjóðs Orkuveitu Húsavíkur einnig felur stjórn rekstrarstjóra að setja upplýsingar um samfélagssjóðinn á vefsíðu félagsins. Stjórn samþykkir að til úthlutunar fyrir árið 2023 sé allt að 2,5 milljónir kr.

3.Endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarf við Völsung

Málsnúmer 202304026Vakta málsnúmer

Á 242. fundi Orkuveitu Húsavíkur var eftirfarandi bókað: Samfélagsstyrkir Orkuveitu Húsavíkur eru í endurskoðun og er erindinu frestað.
Nú liggur fyrir stjórn að taka ákvörðun um áframhaldandi samstarf við Völsung.
Meirihluti stjórnar samþykkir styrk til Völsungs að upphæð alls ein milljón króna fyrir árið 2023 að framlögðum úthlutunarreglum Völsungs.

Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur eðlilegra að styrkur til Völsungs fyrir árið 2023 verði 500 þús.kr. Með því skapast rými fyrir fleiri og fjölbreyttari styrkveitingar til góðra málefna.

4.Endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarfi með Eim

Málsnúmer 202209082Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fyrir að taka ákvörðun um áframhaldandi samstarf við Eim.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur samþykkir áframhaldandi samstarf og felur rekstrarstjóra að ganga frá nýjum samningi við Eim ehf. Framlag Orkuveitu Húsavíkur verði 2,5 milljónir á ári til næstu þriggja ára.

Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur ávinning Orkuveitunnar með samningi við Eim óljósan og auk þess er starfsstöð Eims utan starfssvæðis Orkuveitunnar.

5.Hitaveitur á Íslandi úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðvatns til húshitunar.

Málsnúmer 202305068Vakta málsnúmer

Nýverið gaf Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytið út skýrslu sem unnin var af Ísor um hitaveitur á Íslandi sem ber nafnið, Hitaveitur á Íslandi úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðvatns til húshitunar.
Lagt fram til kynningar.

6.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur fer yfir stöðu mála.
Rekstrarstjóri fór yfir stöðu verklegra framkvæmda.

7.Frágangur á aðkomu Nýsköpunarsjóðs að Mýsköpun

Málsnúmer 202305089Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur hluthafasamkomulag vegna Mýsköpunar ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi uppfært hluthafasamkomulag.

Fundi slitið - kl. 12:00.