Fara í efni

Endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202209082

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 236. fundur - 28.09.2022

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdarstjóri Eims kemur inn á fundinn og kynnir starfsemina fyrir nýrri stjórn.

Frá árinu 2017 hefur Orkuveita Húsavíkur verið hluti af Eim nýsköpunarverkefni. Samningurinn var endurnýjaður árið 2020 og rennur út í september 2023. Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur ósk um samþykki um að Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið komi að verkefninu sem nýr bakhjarl.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar góða kynningu á starfsemi Eims.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti sem nýjan bakhjarl Eims.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 241. fundur - 14.03.2023

Framkvæmdarstjóri Eims kom á fundinn ásamt verkefnastjóra Grænna iðngarða á Bakka og kynnti nýjar áherslur og framtíðarsýn Eims. Umræður um endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarf .
Stjórn OH þakkar góða kynningu.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 245. fundur - 22.05.2023

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fyrir að taka ákvörðun um áframhaldandi samstarf við Eim.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur samþykkir áframhaldandi samstarf og felur rekstrarstjóra að ganga frá nýjum samningi við Eim ehf. Framlag Orkuveitu Húsavíkur verði 2,5 milljónir á ári til næstu þriggja ára.

Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur ávinning Orkuveitunnar með samningi við Eim óljósan og auk þess er starfsstöð Eims utan starfssvæðis Orkuveitunnar.