Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Yfirferð á fjármálum Orkuveitu Húsavíkur
202301091
Fjármálastjóri fer yfir fjárhagsstöðu Orkuveitu Húsavíkur
Fjármálstjóri fór yfir núverandi stöðu á vörslu lausafjármuna ásamt þeim leiðum sem í boði eru. Stjórn ákveður að gera engar breytingar að svo stöddu en mun fylgjast með þróun ávöxtunarleiða.
2.Eimur breyttar áherslur og framtíðarsýn
202209082
Framkvæmdarstjóri Eims kom á fundinn ásamt verkefnastjóra Grænna iðngarða á Bakka og kynnti nýjar áherslur og framtíðarsýn Eims. Umræður um endurnýjun samninga um áframhaldandi samstarf .
Stjórn OH þakkar góða kynningu.
3.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur fyrir árið 2022
202303046
Drög að ársreikningi Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2022, lögð fram til kynningar.
Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor ehf., ásamt Ragnari Jóhanni Jónssyni og Stefaníu Helgu Stefánsdóttur frá Deloitte ehf. kynntu drög af ársreikningi fyrir stjórn.
4.Fyrirkomulag styrkumsókna
202303027
Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur er fyrirkomulag á styrkúthlutun félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ákvað að setja ramma um styrkúthlutanir á starfssvæðinu.
5.Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða
202211041
Til umfjöllunar á 236. fundi Orkuveitu Húsavíkur var lagt til að rekstrarstjóri mynd hefja samtal við sviðstjóra annara verklegra sviða um endurskoðun á fyrirkomulagi bakvakta í Norðurþingi. til kynningar er minnisblað rekstrarstjóra.
Þar sem starfs- og kjaranefnd telur að ekki sé ávinningur í að halda áfram með málið þá metur meirihluti stjórnar OH að ekki sé ástæða til að halda áfram með þetta mál.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur að Starfs- og kjaranefnd hefði átt að skoða málið betur eins til stóð að ætti að gera, t.d. með því að gera athugun á því sjálf eða semja við þann utanaðkomandi ráðgjafa sem var með hagstæðara tilboð. Það hefur mikilvægt upplýsingagildi fyrir Norðurþing að láta skoða hvort hægt er að ná fram hagræðingu í samvinnu á milli sviða.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur að Starfs- og kjaranefnd hefði átt að skoða málið betur eins til stóð að ætti að gera, t.d. með því að gera athugun á því sjálf eða semja við þann utanaðkomandi ráðgjafa sem var með hagstæðara tilboð. Það hefur mikilvægt upplýsingagildi fyrir Norðurþing að láta skoða hvort hægt er að ná fram hagræðingu í samvinnu á milli sviða.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 1.
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, og Karen Mist Kristjándóttir, verkefnastjóri Grænna iðngarða, sátu fundinn undir lið 2.
Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi og Stefanía Helga Stefánsdóttir frá Deloitte og Níels Guðmundsson, endurskoðandi, frá Enor sátu fundinn undir lið 3 í fjarfundi.