Fara í efni

Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða

Málsnúmer 202211041

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 238. fundur - 10.11.2022

Á 236. fundi Stjórnar Orkuveitu Húsavíkur var rekstrarstjóra falið að skoða samnýtingu bakvakt hjá verklegum fyrirtækjum og sviðum Norðurþings.
Starfs og kjaranefnd hefur tekið málið fyrir og liggur fyrir tillaga frá henni um að fá utan að komandi ráðgjafa til að vinna að verkefninu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir tillögu starfs- og kjaranefndar Norðurþings að fá utanaðkomandi ráðgjafa í verkefnið.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 241. fundur - 14.03.2023

Til umfjöllunar á 236. fundi Orkuveitu Húsavíkur var lagt til að rekstrarstjóri mynd hefja samtal við sviðstjóra annara verklegra sviða um endurskoðun á fyrirkomulagi bakvakta í Norðurþingi. til kynningar er minnisblað rekstrarstjóra.
Þar sem starfs- og kjaranefnd telur að ekki sé ávinningur í að halda áfram með málið þá metur meirihluti stjórnar OH að ekki sé ástæða til að halda áfram með þetta mál.

Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur að Starfs- og kjaranefnd hefði átt að skoða málið betur eins til stóð að ætti að gera, t.d. með því að gera athugun á því sjálf eða semja við þann utanaðkomandi ráðgjafa sem var með hagstæðara tilboð. Það hefur mikilvægt upplýsingagildi fyrir Norðurþing að láta skoða hvort hægt er að ná fram hagræðingu í samvinnu á milli sviða.