Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

238. fundur 10. nóvember 2022 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf 2023

Málsnúmer 202210036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. taki ákvörðun um breytingu á gjaldskrá félagsins fyrir árið 2023. Lagt er til 5% hækkun á gjaldskrá.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ákveður að hækka gjaldskrár fyrirtækisins um 5% frá 1. janúar 2023.

2.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2023

Málsnúmer 202210037Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2023, til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Birna Björnsdóttir, bókari Orkuveitu Húsavíkur, mætti á fundinn undir umræðum um fjárhagsáætlun.

3.Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2023

Málsnúmer 202210038Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023
Farið var yfir framkvæmdaráætlun 2023. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir ráðstöfunarfé til framkvæmda að upphæð allt að 167,5 m.kr. sem skiptist á milli kjarnastarfsemi Orkuveitunnar sem er hitaveita, vatnsveita og fráveita.

4.Bakvaktir tillaga um samvinnu á milli sviða

Málsnúmer 202211041Vakta málsnúmer

Á 236. fundi Stjórnar Orkuveitu Húsavíkur var rekstrarstjóra falið að skoða samnýtingu bakvakt hjá verklegum fyrirtækjum og sviðum Norðurþings.
Starfs og kjaranefnd hefur tekið málið fyrir og liggur fyrir tillaga frá henni um að fá utan að komandi ráðgjafa til að vinna að verkefninu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir tillögu starfs- og kjaranefndar Norðurþings að fá utanaðkomandi ráðgjafa í verkefnið.

5.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fór yfir stöðu verkefna.

Fundi slitið - kl. 15:45.