Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

233. fundur 08. júní 2022 kl. 13:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
    Aðalmaður: Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Orkuveitu Húsavíkur 1.ársfjórðungur.

Málsnúmer 202204057Vakta málsnúmer

Yfirfara rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Málefni hitaveitulagna í Reykjahverfi.

Málsnúmer 202107038Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri leggur fram drög að tillögu vegna lagnastæðis í landi Stekkjarholts/Kísilvegar 6 í Reykjahverfi.
Rekstrarstjóra er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

3.Samstarfsverkefni milli OH og Bjsv.Garðars

Málsnúmer 202206019Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Garðar vill kanna grundvöll fyrir samstarfi milli Orkuveitu Húsavíkur og björgunarsveitarinnar á kaupum á flýgildi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að fjármagna kaup á flýgildi sem mun nýtast björgunarsveitinni Garðari. Jafnframt mun hann nýtast í verkefnum fyrir Orkuveituhúsavíkur er varðar kortlagningu og bilunarleit í lagnakerfi veitunnar á starfssvæði hennar.

4.Starfsmaður landupplýsinga

Málsnúmer 202206020Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri leggur fram minnisblað.
Gögn lögð fram og tekið aftur upp síðar þegar frekari gögn liggja fyrir.

5.Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil

Málsnúmer 202109129Vakta málsnúmer

Á 224. fundi Orkuveitu Húsavíkur fól stjórn OH rekstrarstjóra að vera í samskiptum við umhverfisdeild um útfærslu verkefnisins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi tilboð í gerð gönguleiðar frá Stangarbakka niður í Árgil. Gönguleiðin verður steyptar tröppur með galvaniseruðu stálhandriði.

Fundi slitið - kl. 14:00.