Fara í efni

Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2022

Málsnúmer 202110003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 108. fundur - 12.10.2021

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála (bókhaldslykli 09) til samræmis við útgefinn ramma. Ennfremur kynnti hann minnisblað um áætlaðan kostnað við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun komandi árs að ný sveitarstjórn vilji hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Núverandi aðalskipulag tók gildi árið 2010 frá því að það skipulag tók gildi hafa ýmsar forsendur breyst. Ný sveitarstjórn skal lögum samkv. taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils hvort hún telji tilefni til endurskoðunar aðalskipulags.

Ráðið telur æskilegt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til skipulagsvinnu frá því sem tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ráð fyrir. Það myndi gera nýrri sveitarstjórn kleift að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði það niðurstaða hennar. Ráðið leggur því til við byggðaráð að rammi skipulags- og byggingarmála verði aukinn um 3 milljónir sem bættist þá við aðalskipulagsvinnu (09-221). Ráðið samþykkir að öðru leiti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 108. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun komandi árs að ný sveitarstjórn vilji hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Núverandi aðalskipulag tók gildi árið 2010 frá því að það skipulag tók gildi hafa ýmsar forsendur breyst. Ný sveitarstjórn skal lögum samkv. taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils hvort hún telji tilefni til endurskoðunar aðalskipulags.

Ráðið telur æskilegt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til skipulagsvinnu frá því sem tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ráð fyrir. Það myndi gera nýrri sveitarstjórn kleift að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði það niðurstaða hennar. Ráðið leggur því til við byggðaráð að rammi skipulags- og byggingarmála verði aukinn um 3 milljónir sem bættist þá við aðalskipulagsvinnu (09-221). Ráðið samþykkir að öðru leiti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárhagsramma málaflokks 09 Skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2022 vegna aðalskipulagsvinnu um 3 milljónir.