Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
202110036
Pétur Snæbjörnsson og Valdimar Halldórsson koma á fundinn og kynna stöðu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og framtíðarsýn.
Byggðarráð þakkar Pétri og Valdimar fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta meta eignarsafn fjárfestingarverðbréfa sveitarfélagsins m.t.t. mögulegs samruna við nýtt fjárfestingarfélag Þingeyinga. Einnig gera grein fyrir áhrifum samrunans á eignarhald félagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta meta eignarsafn fjárfestingarverðbréfa sveitarfélagsins m.t.t. mögulegs samruna við nýtt fjárfestingarfélag Þingeyinga. Einnig gera grein fyrir áhrifum samrunans á eignarhald félagsins.
2.Leigusamningur Víkur hses. og Norðurþings vegna íbúðakjarna að Stóragarði 12
202112061
Fyrir byggðarráð liggur leigusamningur milli Víkur hses. og Norðurþings vegna húsaleigu fyrir íbúðakjarna að Stóragarði 12.
Á 108. fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning á milli Norðurþings og Víkur hses.
Á 108. fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning á milli Norðurþings og Víkur hses.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
3.Samstarf Bríetar leigufélags og Norðurþings um uppbygging fjögurra íbúða
202106011
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um baktryggingu leigugreiðslna fyrir minnst tvær íbúðir sem Leigufélagið Bríet hyggst byggja og leigja út á Kópaskeri. Fundargerð frá samráðsfundi um málið frá því í nóvember sl. er lögð fram til kynningar og umræðu þessu tengt.
Charlotta Englund sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Leigufélagið Bríeti um baktryggingu leigugreiðslna. Drög að samningi verði lögð fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Leigufélagið Bríeti um baktryggingu leigugreiðslna. Drög að samningi verði lögð fyrir ráðið að nýju.
4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2022
202201015
Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling.
Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
Tillaga
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 3.525.000.- veita 100% afslátt
3.930.000
b. Skattskyldar tekjur frá 3.525.000.- til 4.209.000- króna veita 50% afslátt.
3.930.000-4.700.000
c. Skattskyldar tekjur frá 4.209.000 til 5.475.000- króna veita 25% afslátt.
4.700.000-6.110.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 5.475.000.- veita engan afslátt.
6.110.000
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 6.707.000.- krónur veita 100% afslátt.
7.480.000
b. Skattskyldar tekjur frá 6.707.000.- til 7.391.000.- krónur veita 50% afslátt.
7.480.000-8.240.000
c. Skattskyldar tekjur frá 7.391.000.- til 8.212.000.- króna veita 25% afslátt.
8.240.000-9.160.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 8.212.000.- króna veita engan afslátt.
9.160.000
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
Tillaga
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 3.525.000.- veita 100% afslátt
3.930.000
b. Skattskyldar tekjur frá 3.525.000.- til 4.209.000- króna veita 50% afslátt.
3.930.000-4.700.000
c. Skattskyldar tekjur frá 4.209.000 til 5.475.000- króna veita 25% afslátt.
4.700.000-6.110.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 5.475.000.- veita engan afslátt.
6.110.000
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 6.707.000.- krónur veita 100% afslátt.
7.480.000
b. Skattskyldar tekjur frá 6.707.000.- til 7.391.000.- krónur veita 50% afslátt.
7.480.000-8.240.000
c. Skattskyldar tekjur frá 7.391.000.- til 8.212.000.- króna veita 25% afslátt.
8.240.000-9.160.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 8.212.000.- króna veita engan afslátt.
9.160.000
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
5.Minnisblað um stöðuna á áformum Íslandsþara ehf um uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík
202201035
Til kynningar í byggðarráði er minnisblað frá framkvæmdastjóra Íslandsþara ehf, Colin Hepburn sem inniheldur upplýsingar um stöðu verkefnisins. Í því kemur fram að unnið sé að skýrslu um áhrif starfsemi Íslandsþara ehf á næsta nágrenni fyrirtækisins, komi til þess að félaginu verði úthlutuð lóð á Húsavík.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með frumkvæði Íslandsþara ehf. að gerð upplýsingaskýrslu um umhverfis- og samfélagsleg áhrif sem leiða má líkum að starfsemi fyrirtækisins á Húsavík geti leitt af sér. Í skýrslunni mun m.a. koma fram samantekt er varðar umhverfisstefnu fyrirtækisins og framleiðsluferla, t.a.m. vöktun og stjórn fyrirtækisins á úrgangsstraumum þess. Það er mat byggðarráðs að verkefnið eins og það hefur verið kynnt hafi alla burði til þess að styrkja atvinnulífið á svæðinu, fjölga áhugaverðum störfum í samfélaginu og stuðla að sjálfbærri skynsamlegri auðlindanýtingu.
6.Erindi til byggðarráðs varðandi byggðakvóta
202201030
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hauki Eiðssyni varðandi hvort sótt hafi verið um byggðakvóta fyrir Húsavík vegna fiskveiði ársins 2021/2022.
Í ljósi fyrri afstöðu þáverandi sjávarútvegsráðherra var ekki sótt um byggðakvóta fyrir Húsavík vegna fiskveiðiársins 2021/2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir afstöðu nýs sjávarútvegsráðherra til reglugerðarbreytingar sem myndi leiða til þess að Húsavík gæti fengið byggðakvóta.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir afstöðu nýs sjávarútvegsráðherra til reglugerðarbreytingar sem myndi leiða til þess að Húsavík gæti fengið byggðakvóta.
7.Heiðursborgaratilnefning
202201033
Sveitarstjóri fer yfir samskipti sín við starfsmann skemmtiþáttar sænskrar sjónvarpsstöðvar sem óskaði eftir aðstoð við að gera skemmtilegt sjónvarp og koma söngkonunni Molly Sandén á óvart við upptökur á skemmtiþættinum með því að senda henni kveðju frá Húsavík og gera hana að "Heiðursborgara Húsavíkur".
Lagt fram til kynningar.
8.Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
202201017
Borist hefur erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar vegna áforma um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Umsagnarfrestur vegna málsins er til 14. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir stjórnar Víkur hses. 2021
202111103
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá 3. fundi stjórnar Víkur hses.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir stjórnar Leigufélags Hvamms 2021
202107015
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms.
Lagt fram til kynningar.
11.Hverfisráð Öxarfjarðar 2021 - 2023
202111166
Hverfisráð Öxarfjarðar fundaði þann 8. desember sl. Fundargerð fundarins er lögð fram til kynningar í byggðarráði.
Charlotta Englund sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð vísar máli nr. 4 og 8 til fjölskylduráðs.
Byggðarráð vísar máli nr. 4 einnig til skipulags og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Byggðarráð vísar máli nr. 4 og 8 til fjölskylduráðs.
Byggðarráð vísar máli nr. 4 einnig til skipulags og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið.
Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs sat fundinn undir lið 4 og 11.