Fara í efni

Erindi til byggðarráðs varðandi byggðakvóta

Málsnúmer 202201030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 384. fundur - 13.01.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hauki Eiðssyni varðandi hvort sótt hafi verið um byggðakvóta fyrir Húsavík vegna fiskveiði ársins 2021/2022.
Í ljósi fyrri afstöðu þáverandi sjávarútvegsráðherra var ekki sótt um byggðakvóta fyrir Húsavík vegna fiskveiðiársins 2021/2022.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir afstöðu nýs sjávarútvegsráðherra til reglugerðarbreytingar sem myndi leiða til þess að Húsavík gæti fengið byggðakvóta.