Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2022

Málsnúmer 202201015

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 384. fundur - 13.01.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling.
Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:


Tillaga

a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 3.525.000.- veita 100% afslátt


3.930.000

b. Skattskyldar tekjur frá 3.525.000.- til 4.209.000- króna veita 50% afslátt.


3.930.000-4.700.000
c. Skattskyldar tekjur frá 4.209.000 til 5.475.000- króna veita 25% afslátt.


4.700.000-6.110.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 5.475.000.- veita engan afslátt.6.110.000

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:

a. Skattskyldar tekjur allt að 6.707.000.- krónur veita 100% afslátt.


7.480.000

b. Skattskyldar tekjur frá 6.707.000.- til 7.391.000.- krónur veita 50% afslátt.

7.480.000-8.240.000
c. Skattskyldar tekjur frá 7.391.000.- til 8.212.000.- króna veita 25% afslátt.


8.240.000-9.160.000
d. Skattskyldar tekjur yfir 8.212.000.- króna veita engan afslátt.9.160.000


Tillagan er samþykkt samhljóða.


Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar reglur um afslátt af fasteignaskatti 2022.
Til máls tók: Helena.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga um breytingu á 5. gr. reglna um afslátt af fasteignaskatti.

Lagt er til að tekjuviðmið verði með eftirfarandi hætti og afsláttur reiknaður til samræmis við tekjur.

Einstaklingur: Brúttótekjur allt að kr. 3.710.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 5.760.000 0% afsláttur

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 7.050.000 100% afsláttur
Brúttótekjur yfir kr. 8.640.000 0% afsláttur


Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Reglur um afslátt á fasteignaskatti hjá Norðurþingi verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.