Fara í efni

Þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu

Málsnúmer 202305105

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 431. fundur - 01.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu. Ábyrgð á verkefninu liggur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, tímabil verkefnis er frá 2024-2027.
Byggðarráð tekur jákvætt í að Norðurþing verði hluti af þróunarverkefni í samstarfi við HSN.
Félags- og heilbrigðisþjónusta sem veitt er eldra fólki í heimahúsi er samþætt, undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.

Markmið aðgerðarinnar er að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim samkvæmt faglegu mati. Leitast verður eftir að fá reynslu af ólíkum leiðum hvað varðar ábyrgð á rekstri þjónustunnar sem og öðrum þjónustuþáttum sem möguleiki er á að samþætta betur við samþætta heimaþjónustu. Má í því sambandi nefna dagdvalir, heima-endurhæfingarteymi, öldrunarráðgjöf, dvalar- og hjúkrunarheimili og heimasjúkraþjálfun. Þjónustusvæði fái stuðning og ráðgjöf við innleiðingu, eftirfylgd og við mat á árangri verkefna.

Sveitarstjóra falið að fylgja verkefninu eftir.

Byggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023

Á fundi byggðarráðs þann 1. júní sl. tók ráðið jákvætt í að Norðurþing verði, í samstarfi við HSN, hluti af þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samþættingu er átt við að rekstur þjónustunnar sé á einni hendi, jafnt mannafla- sem fjármálastjórn. Sveitarstjóra var falið að fylgja málinu eftir.

Hróðný Lund, félagsmálastjóri, situr fundinn undir þessum lið og gerir grein fyrir framgangi málsins en búið er að lengja umsóknarfrest um þátttöku í þróunarverkefninu til 14. september nk.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um þátttöku í þróunarverkefninu enda fellur rekstrarfyrirkomulag félagsþjónustu Norðurþings ekki að verkefninu. Byggðarráð er mjög hlynnt samþættingu og að rekstur þjónustu við eldra fólk í heimahúsum sé á einni hendi.