Fara í efni

Fjölskylduráð

168. fundur 14. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-3.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir lið 4.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 7-8 og 10-12.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 5.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, sat fundinn undir liðum 6 og 9.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, og Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla, sátu fundinn undir lið 9.

1.Björgunarsveitin Núpar, umsókn um styrk vegna áramótabrennu og flugeldasýningar 2023

Málsnúmer 202310135Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Núpar á Kópaskeri óskar eftir styrk frá Norðurþingi til að sjá um áramótabrennu og flugeldasýningu á sorpurðunarsvæðinu, norðan við Kópasker.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Núpa um kr. 400.000 fyrir flugeldasýningu áramótin 2023/2024.

2.Tendrun jólatrésins á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 202311028Vakta málsnúmer

Tilkynning um dagsetningu og tímasetningu á tendrun á jólatrésins á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar.

Fjölmenningarfulltrúa falið að auglýsa á vefsíðu sveitarfélagsins.

3.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2023

Málsnúmer 202310014Vakta málsnúmer

Tilkynning um dagsetningu og tímasetningu á tendrun á jólatrésins á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

Fjölmenningarfulltrúa falið að auglýsa á vefsíðu sveitarfélagsins.

4.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að uppfæra áætlanirnar m.v. umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að fjármagn vegna málaflokks 04 fræðslumál verði aukið um 44.047.000 kr. miðað við útgefinn ramma byggðarráðs. Fjölskylduráð leggur að auki til að 9.126.000 kr. verði fluttar af málaflokki 06 íþrótta- og tómstundamál á málaflokk 04. Við þessar breytingar verði rammi málaflokks 04 hækkaður um samtals 53.173.000 kr.

Fjölskylduráð óskar einnig eftir að rammi málaflokks 05 menningarmál verði hækkaður um 1.640.000 kr.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202310087Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2023-2024

Málsnúmer 202305046Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar beiðni um breytingu á skóladagatali Öxarfjarðarskóla.
Óskað er eftir því að árshátíð sem átti að vera 24. nóvember verði 30. nóvember og starfsdagur sem átti að vera 27. nóvember verði 1. desember.
Samþykkt samhljóða.

7.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Á 445. fundi byggðarráðs 26. október 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir stefnuna en vísar umfjöllun um athugasemdir úr íbúasamráði sem snúa að málefnum aldraðra og leikskólamálum til fjölskylduráðs.

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð frestar yfirferð til næsta fundar.
Fjölskylduráð fór yfir og fjallaði um athugasemdir úr íbúasamráði. Uppfærðri stefnu er vísað til byggðarráðs.

8.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 137. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fyrir fjölskylduráði liggja nú drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann með áorðnum breytingum og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð tekur starfsreglur leikskóla til endurskoðunar að nýju vegna tillagna sem samþykktar voru til að bæta starfsaðstæður á Grænuvöllum og um tekjutengdan afslátt.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar samhljóða og felur fræðslufulltrúa að uppfæra orðalag samkvæmt umræðum á fundinum.

10.Gjaldskrá Heimaþjónustu 2024

Málsnúmer 202311052Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur gjaldskrá heimaþjónustu
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

11.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2024

Málsnúmer 202310137Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáæltun félagsþjónustunnar 2024
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar til byggðarráðs.

12.Fræðslustjóri að láni

Málsnúmer 202302003Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar fræðsluáæltun starfsmanna félagsþjónustunnar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.