Fara í efni

Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu samningur Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.

Með til fyrri umræðu fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn vísar samningnum til fjölskylduráðs til umfjöllunar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fjölskylduráð - 200. fundur - 05.11.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, vísað frá sveitarstjórn eftir fyrri umræðu.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu sinni við samningsdrögin á næstu fundum.

Fjölskylduráð - 201. fundur - 12.11.2024

Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, framhald frá síðasta fundi.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu Norðurlands Eystra á næstu fundum.

Fjölskylduráð - 202. fundur - 19.11.2024

Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Sveitarstjóra er falið að koma ábendingum fjölskylduráðs á framfæri við samningsaðila.
Ábendingar fjölskylduráðs snúa m.a. að mönnun starfsstöðvar á Húsavík og tryggja samfellu og áframhald í góðri og faglegri barnaverndarþjónustu á starfssvæðinu og samspili hennar við farsæld barna.

Fjölskylduráð - 203. fundur - 26.11.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.

Á fundinn bárust eftirfarandi skjöl:
a) Drög að samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu.
b) Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra, fylgiskjal með samningi.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 204. fundur - 03.12.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Eins liggur fyrir samþykkt um fullnaðaragreiðslu mála er varðar sama efni.
Fjölskylduráð vísar samningi og samþykktum um barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 149. fundur - 05.12.2024

Á 148. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn vísar samningnum til fjölskylduráðs til umfjöllunar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Á 204. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar samningi og samþykktum um barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til afgreiðslu á fundinum liggur samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Eins liggur fyrir samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra, fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustu.
Til máls tóku: Katrín og Helena.

Fyrirliggjandi samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra er samþykktur samhljóða.

Fyrirliggjandi samþykkt er um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu á Noðurlandi eystra er samþykkt samhljóða.